01.03.2024 - 11:19

Tíma­bundið hægt á fjár­fest­ingum Ljós­leið­ar­ans

Dregið verður úr fjárfestingum Ljósleiðarans þangað til niðurstaða fæst í hlutafjáraukningu félagsins en samkvæmt ársreikningi 2023, sem samþykktur var af stjórn í dag, var 570 milljóna króna halli á rekstrinum. Tekjur jukust um 13% milli ára og námu 4,3 milljörðum króna á síðasta ári. Eignir Ljósleiðarans nema liðlega 37 milljörðum króna, samkvæmt ársreikningi, og eiginfjárhlutfall […]

21.11.2023 - 17:20

Evr­ópu­sam­bandið verð­launar Ljós­leið­ar­ann

Við hátíðlega athöfn í Brussel tók Axel Paul Gunnarsson hjá Ljósleiðaranum við verðlaunum Evrópuráðsins sem bera heitið European Broadband Awards fyrir árið 2023. Verðlaunin fékk Ljósleiðarinn fyrir verkefnið „Kapphlaupið gegn Fagradalsfjalli“ sem unnið var þegar eldgos hófst við Fagradalsfjall vorið 2021. Tilnefningar til verðlaunanna fá þau verkefni sem þykja hafa skarað fram úr til að […]

02.11.2023 - 15:17

Kapp­hlaupið gegn Fagra­dals­fjalli til­nefnt til verð­launa

Ljósleiðarinn hefur fengið tilnefningu til verðlauna European Broadband Awards 2023. Tilnefningar fá þau verkefni sem þykja hafa skarað framúr til að efla nettengingu fyrir íbúa í Evrópu. Í samstarfi við fjölda aðila sem koma að fjarskiptum á Íslandi lagði Ljósleiðarinn nýjan ljósleiðarastreng á Reykjanesskaga í kapphlaupi við hraunstrauminn frá Fagradalsfjalli vorið 2021. Eldri fjarskiptalagnir voru […]

30.10.2023 - 16:10

Breyt­ing á gjald­skrá Ljós­leið­ar­ans 

Fyrsta janúar næstkomandi mun aðgangsgjald fyrir Ljósleiðarann breytast og verða 3.798 kr. m. vsk. í stað 3.687 kr. m. vsk., sem er hækkun um 3%. Frá janúar 2007 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 124,8%, á sama tíma hefur aðgangsgjald Ljósleiðarans hækkað um 59,5%, að teknu tillit til hækkunar sem verður 1. janúar.

16.10.2023 - 16:33

Ljós­leið­ar­inn hlýtur við­ur­kenn­ingu Jafn­væg­is­vogar FKA

Á árlegri ráðstefnu Félags kvenna í atvinnurekstri eru viðurkenningar veittar til fyrirtækja sem hafa náð árangri í að jafna kynjahlutfall einstaklinga í stjórnunarstöðum fyrirtækja. Ljósleiðarinn er eitt þeirra fyrirtækja sem hlaut viðurkenningu í ár en ráðstefnan var haldin þann 12. október 2023 og bar yfirskriftina „Við töpum á einsleitninni – Jafnrétti er ákvörðun“. Markvisst hefur […]

06.10.2023 - 23:51

Heim­ili í Vog­unum geta nú tengst Ljós­leið­ar­anum

Heimili í Vogum á Vatnsleysuströnd hafa nú verið tengd við gæðasamband Ljósleiðarans og býðst nú háhraðatenging. Fyrstu heimilin voru tengd í dag og geta íbúar haft samband við sitt fjarskiptafélag og óskað eftir tengingu við Ljósleiðarann. Í tilefni dagsins mætti Dolores Rós Valencia, verkefnastjóri hjá Ljósleiðaranum, í Íþróttamiðstöðina með köku fyrir íbúa. „Það er alltaf […]

28.09.2023 - 18:54

Sam­keppnis­eft­ir­litið heim­ilar kaup Ljós­leið­ar­ans á stofnn­eti Sýnar

Samkeppniseftirlitið hefur í dag birt samningsaðilum ákvörðun þar sem kaup Ljósleiðarans ehf. á stofnneti Sýnar hf. eru samþykkt án skilyrða. Með þessu er síðasta fyrirvara í samningi félaganna aflétt en áður hafði fyrirvörum um m.a. áreiðanleikakönnun og fjármögnun þessa 3ja milljarða króna kaupsamnings verið aflétt. Samhliða kaupsamningi var gerður þjónustusamningur milli félaganna til 12 ára […]

15.09.2023 - 17:29

Hluta­fjáraukn­ing sam­þykkt og umboð veitt

Á hluthafafundi Ljósleiðarans ehf. í dag var eftirfarandi tillaga stjórnar félagsins um hlutafjáraukningu samþykkt og stendur hún í tengslum við yfirstandandi ferli hlutafjáraukningar, sbr. fyrri tilkynningar dags. 22.10.2022 og 2.5.2023. „Hluthafafundur samþykkir að hækka hlutafé í Ljósleiðaranum ehf. um allt að  3.249.999.513 nýja hluti, sem hver og einn skal vera 1 króna að nafnverði eða […]

13.09.2023 - 10:42

Ljós­leið­ar­inn býður þér TÍU GÍG til fram­tíðar

Öllum þeim sem geta tengst Ljósleiðaranum gefst nú tækifæri á að tífalda hraða sinn frá og með 1. október n.k. Með þessu er Ljósleiðarinn að horfa til þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað og undirbúa heimilin í landinu fyrir framtíðina. Hámarkshraði í boði um Ljósleiðarann verður frá og með 1. október 10 gígabitar […]

31.08.2023 - 16:41

Nýr fram­kvæmda­stjóri Ljós­leið­ar­ans

Stjórn Ljósleiðarans hefur ráðið Einar Þórarinsson í starf framkvæmdastjóra félagsins. Einar sem býr yfir rúmlega tuttugu ára reynslu sem stjórnandi kemur til félagsins frá Sidekick Health en þar áður starfaði hann m.a. hjá Advania og Vodafone. „Ljósleiðarinn er öflugt félag með jákvæða ásýnd og stendur á tímamótum um þessar mundir sem kallar á töluverðar breytingar […]