Um Okkur

13.12.2017 - 15:04

Ísland númer eitt

Okkur þykir það ekkert leiðinlegt þegar við Íslendingar teljumst bestir í heimi. Það er ágreiningslaust að við erum rosalegust í heimi í fótbolta karla og kvenna, að minnsta kosti miðað við höfðatölu. Nú er orðið opinbert að í fjarskiptamálum erum við best og þar er ekki miðað við höfðatölu.

31.08.2017 - 10:27

Opið net Ljósleiðarans og samstarf í framkvæmdum

Það var framsýnt fólk sem lagði af stað í þá vegferð að ljósleiðaratengja íslensk heimili fyrir rúmlega áratug síðan. Fólk sem sá þörfina sem yrði í framtíðinni og að ef við ætluðum að vera samkeppnishæf á alþjóðavettvangi þá þyrfti að byrja fyrr en síðar. Að byggja upp innviði er fjárfesting til langtíma, það þarfnast þolinmæði og að vandað sé til verka. Til að slík uppbygging gangi sem hraðast fyrir sig þá þarf að nýta fjármagnið vel. Gagnveita Reykjavíkur hefur í gegnum árin þróað áfram vinnuaðferðir með verktökum sem hefur gert fyrirtækinu kleift að nýta fjármagnið vel. Þar skiptir hraði í framkvæmd mestu máli fyrir verktaka. Hraðinn í þessu samhengi er að geta opnað yfirborð, lagt innviði í jörðu og svo lokað yfirborðinu á sem skemmstum tíma.

31.08.2017 - 10:02

Aldrei fleiri heimili tengd Ljósleiðaranum en 2016

Um 8.000 heimili fengu tengingu við Ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur árið 2016. Í lok ársins 2016 voru um 78 þúsund heimili tengd og verða í lok árs 2017 um 85.000. Á árinu 2018 mun Ljósleiðarinn ná til heimila á höfuðborgarsvæðinu öllu.

26.04.2017 - 09:15

Ein Heimsókn Ljósleiðarans

Ljósleiðarinn býður þér upp á eina heimsókn til að koma þér í samband við griðarlega gott internet.

12.04.2017 - 16:39

Nýtt í netbúnaði

Það eru komnir nokkrir mánuðir síðan við fjölluðum um netbeina sem geta meira og kominn tími á nýjustu fregnir og tíðindi af netbúnaðarmálum.

12.04.2017 - 16:19

Vilt þú koma fólki í samband við framtíðina?

Við leitum að jákvæðum, handlögnum og samskiptaliprum rafvirkjum  í ört vaxandi hóp skemmtilegra vinnufélaga sem hjálpast að við að leggja Ljósleiðarann inn í heimahús.

04.02.2017 - 18:55

Úrslit Íslandsmeistaramótsins í Overwatch 2017

Úrslit liggja fyrir eftir æsispennandi Íslandsmeistaramót í Overwatch fyrir árið 2017. 49 lið og yfir 300 leikmenn tóku þátt í mótinu og var fyrri hluti spilaður á netinu. Úrslit fóru svo fram í dag á UTmessunni og mættu liðin Einherjar og Team Hafficool til leiks.

20.01.2017 - 15:53

Íslandsmótið í Overwatch

LjósleiðarinnTölvutekHringdu og Hringiðan Internetþjónusta standa saman að Íslandsmótinu í Overwatch sem fram fer á netinu fram að úrslitaleiknum í Hörpu á UTmessan: Sýningardagur laugardaginn 4. feb. 2017 OPIÐ ÖLLUM,
laugardaginn 4 febrúar kl 1. (Athugið frítt inn þennan dag!)

Heildarverðmæti verðlauna á Íslandsmótinu í Overwatch verða allt að 1.400.000 krónur.

Landsliðið í Overwatch fær fríar Eitt gíg ljósleiðaratengingar í ár að verðmæti um 900.000 krónur 
(6 x tengingar til áramóta 2017/2018)

Hægt verður að velja á milli Eitt gíg nettenginga yfir Ljósleiðarann frá bæði Hringiðan Internetþjónusta og Hringdu

Landsliðið í Overwatch fær einnig 210.000 krónur í peningum 
og þar að auki 120.000 í gjafabréfum frá Tölvutek

Heildarverðmæti verðlauna hjá Landsliðinu 
verða = 1.230.000 krónur

Silfurliðið fær 90.000 í peningum og 
þar að auki 60.000 króna gjafabréf frá Tölvutek

Heildarverðmæti verðlauna hjá silfurliðinu = 150.000 krónur

Þetta verður æsispennandi og við vonumst eftir að sjá sem flesta á UTmessan þegar úrslitin fara fram en við munum líka streyma beint frá viðburðinum á Twitch og Vísir.is

Game on

23.12.2016 - 09:51

Gleðilega hátíð

Nú fer myrkið að víkja og ljósið tekur við
Hátíð ljóssins á sér góðan stað
í hjarta Ljósleiðarans

Við óskum þér gleðilegra hátíða
og farsæls komandi árs

Starfsfólk Ljósleiðarans

29.11.2016 - 08:16

Gínu-áskorun Ljósleiðarans

Við erum svo nýjungagjörn hérna hjá Ljósleiðaranum að við tókumst á við mjög móðins áskorun
#MannequinChallenge

13.10.2016 - 14:07

Kynningarmyndband um Eitt gíg

Ljósleiðarinn býður nú upp á Eitt gíg þjónustu. Það eru 1000 megabitar á sekúndu af gæðasambandi heimila.

Af því tilefni létum við gera kynningarmyndband fyrir Eitt gíg sem fylgir hér með

29.09.2016 - 16:00

Netbeinar sem geta meira

Ljósleiðarinn kemst núna upp í 1000 megabita (takk Moore's Law). Það eru þó einhverjir flöskuhálsar sem geta komið í veg fyrir að þú fáir þann hraða alla leið í þitt tæki.

25.09.2016 - 14:22

Vilt þú koma fólki í gæðasamband?

Það er nóg að gera hjá Ljósleiðaranum. Við leitum því að rafiðnaðarfólki til starfa við að afhenda viðskiptavinum okkar Ljósleiðarann.

21.06.2016 - 16:07

Nýtt hverfi Ljósleiðarans

Ljósleiðarinn er að klára stóran áfanga í dag í Hafnarfirði. Við erum að klára að tengja síðustu húsin í Áslandi og höfum með því tengt rétt um 500 heimili á svæðinu við Ljósleiðarann.

12.05.2016 - 09:18

Kjartan Ari ráðinn forstöðumaður hjá GR

Kjartan Ari Jónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Ljósleiðaradeildar Gagnaveitu Reykjavíkur.  Kjartan, sem er 37 ára, hefur starfað hjá GR frá árinu 2005.

06.04.2016 - 15:50

Skilmálar uppfærðir

Skilmálar Ljósleiðarans til heimila hafa verið uppfærðir. Þeir taka gildi 1.júní fyrir núverandi viðskiptavini og nú þegar fyrir nýja viðskiptavini. Vinsamlegast kynnið ykkur breytingar hér.

06.03.2016 - 16:19

Nýr söluaðili Ljósleiðarans

Í dag hefur fjarskiptafélagið Nova sölu á þjónustu um Ljósleiðarann.
Nova mun bjóða upp á internet um Ljósleiðarann á 500 megabita hraða. 

Upplýsingar um vörur Nova er að finna á www.nova.is eða hjá þjónustuveri þeirra í síma 5191919.

02.02.2016 - 16:42

Ljósleiðarinn verður á UTmessunni í ár

Ljósleiðarinn verður öflugur á UTmessunni sem haldin verður í Hörpu um næstu helgi (5.–6.febrúar). Við verðum með fyrirlestur á föstudeginum fyrir þá sem taka þátt í ráðstefnunni.

31.01.2016 - 17:15

Ljósleiðarinn.is frumlegasti vefur ársins 2015

Nýr vefur Ljósleiðarans vann til verðlauna síðastliðin föstudag á uppskeruhátíð vefiðnaðarins. Samtök vefiðnaðarins veitti Ljósleiðaranum sérstök dómnefndarverðlaun fyrir frumlegasta vefinn árið 2015.

05.11.2015 - 16:36

Ljósleiðarinn byggður upp í Garðabæ

Gagna­veita Reykja­vík­ur og Garðabær hafa skrifað und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu um sam­starf við ljós­leiðara­væðingu heim­ila í Garðabæ. Nú þegar eru 1.800 heim­ili í bæn­um tengd Ljós­leiðar­an­um og með sam­komu­lag­inu mun þeim fjölga í 5.300 fyr­ir lok árs 2018.

21.10.2015 - 12:54

Nýr þjónustuvefur

Nýr þjónustuvefur fyrir fjarskiptafyrirtæki fór í loftið um leið og ný heimasíða Ljósleiðarans leit dagsins ljós. Vefurinn er unninn með veffyrirtækinu Kosmos & Kaos og auglýsingastofunni Hvíta húsinu.

06.10.2015 - 09:00

Ljósleiðari til heimila í Borgarnesi og á Hvanneyri

Stjórnendur Gagnaveitu Reykjavíkur (GR) og Borgarbyggðar skrifuðu sl. föstudag undir viljayfirlýsingu um samstarf við ljósleiðaravæðingu heimila í þéttbýli Borgarbyggðar. GR ætlar að tengja öll heimili í þéttbýliskjörnunum í Borgarnesi og á Hvanneyri á árunum 2016 til 2018.

11.09.2015 - 16:00

Nýir vefir

Gagnaveita Reykjavíkur hefur sett í loftið tvo nýja vefi; annars vegar nýjan vef þar sem mögulegt er að nálgast allar upplýsingar um Ljósleiðarann á www.ljosleidarinn.is.

01.02.2015 - 09:00

Nýr framkvæmdastjóri Gagnaveitunnar

Erling Freyr Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur, dótturfélags Orkuveitunnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.