Næsta skref hjá Ljósleiðaranum
30. janúar 2026
30. janúar 2026
Hjá Ljósleiðaranum erum við að stíga markvisst skref inn í næsta vaxtarskeið. Skref sem snýst um að styrkja tæknilega framtíðarfærni, skerpa ábyrgð og byggja enn betri þjónustu fyrir viðskiptavini okkar.
Sem hluti af þeirri vegferð höfum við sameinað krafta okkar í nýju sviði, Stafræn þróun og netrekstur, sem mun leiða áframhaldandi stafræna umbreytingu Ljósleiðarans.
Valeria Alexandersdóttir sem gegnt hefur hlutverki Forstöðukonu Sölu og þjónustu tekur við forystu nýja sviðsins. Valeria er öflugur leiðtogi með mikla reynslu í hugbúnaðarþróun, verkefnastýringu og þjónustumiðaðri nálgun. Hún hefur gegnt lykilhlutverki í uppbyggingu Sölu og þjónustu og mun nú leiða áfram mikilvæga umbreytingu í tækni- og hugbúnaðarmálum Ljósleiðarans. Á sama tíma erum við að undirbúa næsta spennandi skref.
Á næstu dögum munum við auglýsa nýtt leiðtogastarf, þar sem við leitum að öflugum einstaklingi sem vill taka þátt í að móta framtíð tenginga, þjónustu og upplifunar viðskiptavina hjá Ljósleiðaranum.
Ef þú hefur brennandi áhuga á:
stafrænum innviðum framtíðarinnar
þjónustu og viðskiptasamböndum
sterkri liðsheild og samskiptafærni
raunverulegum áhrifum í samfélaginu
… þá er ástæða til að fylgjast vel með næstu dögum.
Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.