Gæðin skiptu meira máli en hraðinn á Skjálfta
17. október 2025
17. október 2025
Á Skjálfta, sem fór fram á dögunum, tengdi Ljósleiðarinn hverja keppnisstöð eins og heimili, með beintengingu úr router í keppnisstöð.
Tölfræðibúnaður sem við keyrðum yfir Skjálfta helgina sýndi það bersýnilega að hraðinn á nettengingunni var ekki það sem skiptir máli. Hver keppnisstöð nýtti aðeins um 500 MiB – 1 Gib af þeirri 10 Gib tengingu sem boðið var upp á, og því aðeins um 0,5 – 1% af heildarhraðagetu nettenginganna sem var nýtt.
Ljósleiðarann vill vekja vekja athygli netnotenda á því að hraðinn sé ekki það eina sem skiptir máli, og skiptir jafnvel minna máli en notendur gætu talið. Ljósleiðarinn leggur gríðarlega mikla áherslu á að bjóða upp á mesta gæðanet sem kostur er á – því tölfræðin sýnir okkur að við þurfum ekki endilega meiri hraða, við þurfum gæðin.
Það var magnað að fá að taka þátt í eftirminnilegum Skjálfta með Rafíþróttasambandi Íslands og myndbandið hér að neðan fangar mjög vel stemninguna á mótinu.
Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.