Ljósleiðarinn – framsýnt félag fyrir íslenskt samfélag 

14. október 2025

Í eigu okkar allra 

Ljósleiðarinn er fyrirtæki sprottið úr íslensku hugviti og er alfarið í almannaeigu, undir hatti Orkuveitunnar. Það þýðir að félagið er í eigu allra íbúa Reykjavíkurborgar, Akraness og Borgarbyggðar. 

Meira en bara netsamband 

Við byggjum upp öfluga og nútímalega innviði sem efla allt íslenskt samfélag, auka lífsgæði fólks og styðja við atvinnulíf og nýsköpun um allt land. Ljósleiðarinn er ekki einungis þjónustufyrirtæki heldur samfélagsleg auðlind sem leggur áherslu á að veita góða þjónustu á sanngjörnu verði. 

Framtíð sem öll hafa jafnan aðgang að 

Við leggjum okkur sérstaklega fram við að byggja upp innviði framtíðarinnar, öflugt gæðasamband sem opnar á ný tækifæri fyrir einstaklinga, fjölskyldur, fyrirtæki og stofnanir. Með því tryggjum við að Ísland verði áfram í fremstu röð í stafrænni þróun, þar sem öll eiga jafnan aðgang að þeim tækifærum sem framtíðin ber í skauti sér. 

Ljósleiðarinn eflir íslenskt samfélag. 

Þessi færsla er 11.hluti og jafnframt síðasti hluti af seríunni Sögur Ljósleiðarans sem við höfum sagt frá á miðlunum okkar í vetur. Við erum stolt af sögu fyrirtækisins okkar og hversu langt tæknin hefur komist á jafn skömmum tíma. Ísland er í fremstu röð í heiminum þegar kemur að ljósleiðaravæðingu og njóta mikilla lífsgæða í kjölfarið. Ljósleiðarinn er orðinn mikilvæg grunnstoð sem eflir íslenskt samfélag.

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.