Sögur Ljósleiðarans
4. nóvember 2025
4. nóvember 2025
Síðustu vikur höfum við sagt frá sögu Ljósleiðarans á miðlum okkar. Sagt sögu fyrirtækisins og ljósleiðaratækninnar og hvernig fyrstu samningarnir um ljósleiðaravæðingu heimila, sem voru gerðir árið 2004 við Akranes og Seltjarnarnesbæ, lögðu grunninn að því verkefni sem nú er orðið að Ljósleiðaranum.
Við erum stolt af sögu fyrirtækisins okkar og af því hversu langt tæknin hefur komist á jafn skömmum tíma. Ljósleiðarinn er brautryðjandi í ljósleiðaravæðingu Íslands og gerði það að verkum að Reykjavík varð að hátæknihöfuðborg á aðeins 10 árum. Ísland er nú í fremstu röð í heiminum þegar kemur að ljósleiðaravæðingu og háhraðatengingum og samfélagið okkar nýtur mikilla lífsgæða í kjölfarið.
Með gæðasambandi, eflir Ljósleiðarinn íslenskt samfélag og gerir okkur kleift að tengjast betur, vinna hraðar og njóta skemmtunar án takmarkana.
Ljósleiðarinn er mikilvæg grunnstoð sem eflir íslenskt samfélag og við ætlum okkur að halda áfram að vera brautryðjandi í stafrænni þróun svo þú getir verið áhyggjulaus með Ljósleiðaranum.
Hér er hægt að lesa sögur Ljósleiðarans í heild sinni.
Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.