Hlutverk
Með framúrskarandi þjónustu veitir Ljósleiðarinn arðbærar og hagkvæmar háhraðatengingar.
Framtíðarsýn
Að Ljósleiðarinn búi til sterkt samband við snjalla framtíð.
Gildin okkar
Frumkvæði, framsýni, hagsýni, heiðarleiki.
Hagkvæmur vöxtur og arðbær rekstur
Arðsemi fjárfestinga er metin áður en farið er í verk sem og eftir að þeim líkur og arðsemi þjónustusvæða sömuleiðis. Útbreiðsla innan þjónustusvæða er skoðuð sérstaklega út frá nýtingu og aðgengi.
Einföld og fljótvirk gæðaþjónusta
Horft er til stutts afhendingartíma og skjótra viðbragða í hvívetna. Passað upp á gegnsæi og sjálfvirkni í ferlum og þéttu samstarfi við fjarskiptafélög.
Í fremstu röð í tækni og sporlausri starfsemi
Með þróunarverkefnum og framkvæmd úrbótarverkefna er horft til þess að hámarka nýtingu. Með stöðugum umbótum er einnig horft til kostnaðaraðhalds og þess að lágmarka sóun.
Virk þátttaka í þróun snjallsamfélags
Með fræðslu og þátttöku í þróunarverkefnum sem snúa að snjallvæðingu fræðumst við sjálf og skilum því með umfjöllun og uppfræðslu til almennings.
Eftirsóknarverður vinnustaður með hvetjandi árangursmenningu
Með virkri fjölskyldustefnu, samhentri liðsheild og skýrum markmiðum er Ljósleiðarann eftirsóknarverður vinnustaður þar sem sýnt er frumkvæði í starfsþróun og þekkingarsköpun og vel hugað að heilsu og öryggi starfsmanna.