Stefna Ljósleiðarans er að mæta þörfum viðskiptavina með því að miðla vörum og góðri þjónustu með hagkvæmum og öruggum hætti.
Stöðugar umbætur, flæði ferla og lífsferilshugsun liggja til grundvallar í allri starfseminni.
Lífsferilshugsun felur í sér heildarferilinn allt frá upplifun viðskiptavinar, upplýsingagjöf og að vinna með hliðsjón af öryggi, hagkvæmni og vistspori.
Ljósleiðarinn leggur sérstaka áherslu á:
- virðisaukandi þjónustu
- faglega verkefnastjórnun
- hagkvæma viðhalds- og eignastjórnun
- skjala- og upplýsingastjórnun
- notkun á tækni til að auka virði og hagkvæmni
Gæðastefnan byggir á gildum og heildarstefnu Ljósleiðarans og er sett fram til samræmis við eigendastefnu Orkuveitunnar.
Mæling:
- Ánægja viðskiptavina Ljósleiðarans (stefnumælikvarði)
- Aðrir mælikvarðar heildarstefnu Ljósleiðarans
- Framkvæmd innri og ytri úttekta til staðfestingar á virkni gæðastjórnunarkerfis
Tilvísanir:
SKI-100; Ábyrgðir i vottuðum stjórnunarkerfum.
SKI-205; Gæðastjórnunarkerfi (ISO 9001).