Starfs­reglur stjórnar

  1. Almennt um starfsreglur stjórnar

Starfsreglur þessar eru settar af stjórn félagsins og eru í samræmi við

  • lög um Orkuveitu Reykjavíkur,
  • lög um einkahlutafélög,
  • sameignarsamning Orkuveitu Reykjavíkur,
  • eigendastefnu Orkuveitu Reykjavíkur,
  • samþykktir félagsins, og
  • siðareglur Orkuveitu Reykjavíkur.

Stuðst var við eftirfarandi skjöl við gerð starfsreglnanna:

Starfsreglur þessar skal taka til skoðunar að loknum aðalfundi hvers árs með tilliti til hugsanlegra breytinga.

  1. Skipan stjórnar og kjörtímabil

Stjórn er skipuð skv. ákvæðum samþykkta félagsins. Um kjörtímabil og hæfi stjórnar­fólks er fjallað í 4. gr. samþykkta félagsins. Nýtt stjórnarfólk fær kynningu á starfsemi og stjórnarháttum félagsins og samstæðu Orkuveitunnar áður en þau hefja störf.

  1. Verksvið og störf stjórnar og stjórnarfólks og framkvæmd funda

Um verksvið stjórnar er fjallað í 4. gr. samþykkta félagsins. Formaður boðar til stjórnarfunda og stýrir þeim. Við ákvarðanatöku skjal stjórn tryggja vandaðan undirbúning og vinnubrögð.

Ritari stjórnar sér um að rita fundargerðir.

Stjórn veitir upplýsingar til eiganda í samræmi við starfsreglur þessar og samþykktir félagsins.

Stjórnarfólk getur borið fram fyrirspurnir varðandi hvaðeina í starfsemi félagsins.

Stjórn skal árlega meta árangur af störfum sínum og framkvæmdastjóra.

  1. Ákvarðanir stjórnar sem skulu hljóta samþykki hluthafafundar

Tilteknar ákvarðanir stjórnar skulu hljóta samþykki hluthafafundar, sbr. gr. 4.3 í samþykktum félagsins. Um ferli slíkra ákvarðana fer samkvæmt sérstökum verklýsingum.

  1. Undirnefndir stjórnar

Stjórn er heimilt að stofna undirnefndir vegna einstakra verkefna.

  1. Verksvið og umboð framkvæmdastjóra, ritara stjórnar og innri endurskoðanda

Um verksvið framkvæmdastjóra er fjallað í gr. 4.3 samþykkta félagsins. Stjórn ræður sér ritara úr starfsliði samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur. Ritari stjórnar skal hafa þekkingu og yfirsýn yfir lög og reglur sem gilda um félagið og samstæðu Orkuveitunnar.

Innri endurskoðandi heyrir beint undir stjórn. Um störf innri endurskoðunar er fjallað í erindisbréfi sem staðfest er af stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og á það við að breyttu breytanda um störf hans fyrir Ljósleiðarann.

  1. Upplýsingagjöf framkvæmdastjóra til stjórnar

Framkvæmdastjóri upplýsir stjórn reglulega um málefni félagsins.

  1. Stefnumörkun

Í gr. 4.4 samþykkta er fjallað um stefnumörkun  stjórnar félagsins.

Stefnumörkun félagsins skal samræmast eftirfarandi stefnumörkun fyrir Orkuveitu Reykjavíkur sem í gildi er á hverjum tíma:

  • Arðstefna.
  • Áhættustefna.
  • Gæðastefna.
  • Jafnréttisstefna.
  • Mannauðsstefna.
  • Stefna í upplýsingatæknimálum.
  • Stefna um öryggis-, heilsu- og vinnuvernd.
  • Upplýsingaöryggisstefna.
  • Umhverfis- og auðlindastefna.
  • Siðareglur.
  1. Samstarfssáttmáli stjórnar

Hlutverk stjórnar er að sameina hagsmuni félagsins, haghafa og samstæðu Orkuveitunnar út frá lögum, sameignarsamningi og eigendastefnu hennar og samþykktum félagsins, útfæra stefnu og meginviðmið til samræmis og veita stjórnendum félagsins stuðning og aðhald.

Stjórnin gætir hagsmuna félagsins þannig að það geti ávallt gegnt hlutverki sínu gagnvart eiganda og almenningi og búi við traustan og heilbrigðan fjárhag.

Störf stjórna innan samstæðu Orkuveitunnar byggja á hugarfari sem einkennist af gagnrýnum spurningum og umræðu, lausnamiðaðri nálgun og færni til þess að hafa góða yfirsýn gagnvart hagsmunum og velferð Orkuveitunnar í heild.

Eftirfarandi grunnreglur skulu hafðar í heiðri:

  1. Heilindi og trúnaður gagnvart félaginu og eigin sannfæringu um það hvað sé því fyrir bestu þannig að það sé ávallt í stakk búið að rækja hlutverk sitt.
  2. Fagmennska, agi og ábyrgð þar sem áhersla er lögð á skilvirkni, stefnufestu og mat á árangri bæði í störfum stjórnar og starfsemi félagsins.
  3. Trúnaður innbyrðis þannig að öll mál og fyrirspurnir sem fjalla þarf um varðandi málefni félagsins á vettvangi stjórnar séu borin upp og rædd á stjórnarfundum.
  4. Hreinskiptin og heiðarleg umræða þar sem lögð er áhersla á að öll sjónarmið komi fram í skilvirkri og uppbyggilegri umræðu sem er til þess fallin að tryggja vandaðar ákvarðanir og eftirlit með starfsemi félagsins.
  5. Gagnsæi og gagnkvæm upplýsingagjöf þannig að stjórnarfólk hafi ávallt aðgang að sömu upplýsingum, séu upplýstir um öll samskipti milli funda og standi jafnt að vígi gagnvart skyldum sínum og ábyrgð sem stjórnafólk.
  6. Tími og svigrúm til þess að fjalla ítarlega um mikilvæg málefni þannig að markmið um vandaða umræðu og ákvarðanir náist.

 

  1. Birting

Starfsreglur þessar skulu birtar á heimasíðu félagsins.

  1. Tilvísanir

Eftirfarandi skjöl eru hluti af starfsreglum þessum:

  • Sameignarsamningur Orkuveitu Reykjavíkur,
  • Eigendastefna Orkuveitu Reykjavíkur,
  • Samþykktir Ljósleiðarans,
  • Upphaf og lok stjórnarsetu,
  • Boðun stjórnarfunda,
  • Stjórnarfundir,
  • Fundargerðir,
  • Ákvarðanir stjórnar sem háðar eru staðfestingu hluthafafundar,
  • Meðferð fyrirspurna stjórnarmanna,
  • Gátlisti við ákvarðanatöku,
  • Undirnefndir,
  • Formaður stjórnar,
  • Ritari stjórnar,
  • Upplýsingagjöf um málefni félagsins,
  • Siðareglur Ljósleiðarans og
  • Innri endurskoðun – erindisbréf.

 

Önnur skjöl sem vísað er í:

  • Heildarstefna
  • Arðstefna.
  • Áhættustefna.
  • Gæðastefna.
  • Jafnréttisstefna.
  • Mannauðsstefna.
  • Stefna í upplýsingatæknimálum.
  • Stefna um öryggis-, heilsu- og vinnuvernd.
  • Upplýsingaöryggisstefna.
  • Umhverfis- og auðlindastefna.
  • Siðareglur.