Und­ir­nefndir

1. Tilgangur og umfang

1. Að lýsa hlutverki undirnefnda stjórnar.

2. Undirnefndir

2. Stjórn félagsins getur í sérstökum tilvikum falið einstökum stjórnarfólki, einu eða fleiru, tiltekin mál til athugunar og undirbúnings afgreiðslu á stjórnarfundi. Í sama tilgangi getur stjórn sett tímabundið á laggirnar undirnefndir sem falin eru tiltekin mál til athugunar og undirbúnings afgreiðslu á stjórnarfundi.

2.1 Ákvörðun varðandi þóknun

3. Í ákvörðun stjórnar félagsins um að setja á laggirnar undirnefnd skal ákveðið hvort þóknun skuli greidd og þá með hvaða hætti hún skuli ákvörðuð.

2.2 Formaður undirnefndar

4. Undirnefnd stjórnar kýs sér formann sem stýrir fundum nefndar og kemur fram fyrir hönd hennar gagnvart stjórn og framkvæmdastjóra. Stjórn félagsins getur ákveðið að nefnd setji sér starfsreglur sem skuli staðfestar af stjórn.

2.3 Fundargerðir undirnefndar

5. Undirnefnd stjórnar skal halda fundargerðir um það sem gerist á fundum nefndarinnar og um ákvarðanir hennar. Fundargerðir nefndarinnar skulu í kjölfar funda sendar stjórn félagsins og framkvæmdastjóra. Að öðru leyti skal farið að reglum þessum eftir því sem við á.