1. Tilgangur og umfang
Að lýsa tilnefningu formanns stjórnar Ljósleiðarans ehf. og helstu verkefnum sem hann ber ábyrgð á.
2. Tilnefning formanns stjórnar
Stjórn skiptir með sér verkum sbr. gr. 4.1 samþykkta félagsins og velur hún sér stjórnarformann og varaformann.
2.1. Verkefni formanns stjórnar Ljósleiðarans ehf.
Formaður stjórnar ber ábyrgð á því að stjórnin gegni hlutverki sínu með skilvirkum og skipulögðum hætti. Hann boðar til stjórnarfunda og útbýr dagskrá í samráði við framkvæmdastjóra fyrirtækisins og ritara stjórnar. Hann stýrir fundum stjórnar og tryggir að nægur tími sé gefinn til umræðna og ákvarðanatöku. Þá skal hann jafnframt stuðla að virkri þátttöku allra stjórnarmanna í umræðu og ákvarðanatöku.
Formaður stjórnar:
Sýnir frumkvæði og fagmennsku í starfi og ber hann meginábyrgð á að verklag stjórnar sé í samræmi við lög, reglur og góða stjórnarhætti og að henni séu búnar viðeigandi starfsaðstæður. Honum ber að halda öllum stjórnarfólki upplýstu um málefni sem tengjast fyrirtækinu.
Tryggir að stjórnin uppfæri, með reglubundnum hætti, þekkingu sína á félaginu og rekstri þess, ásamt því að tryggja að stjórnin fái almennt í störfum sínum nákvæmar og skýrar upplýsingar og gögn til að hún geti sinnt starfi sínu.
Leitast við að stjórnarfólks fái viðeigandi leiðsögn um helstu þætti er varða stjórnarsetu í fyrirtækjum, t.a.m. um lögbundnar skyldur þeirra og ábyrgð, eða að stjórnarfólk sæki námskeið um þetta efni.
Ber ábyrgð á samskiptum stjórnar við eiganda félagsins og að upplýsa stjórnina um sjónarmið hans.
Stjórnarformaður hvetur til virkra skoðanaskipta innan stjórnar sem og á milli stjórnar og daglegra stjórnenda félagsins.
Tryggir að starfsreglur stjórnar séu teknar til skoðunar að loknum aðalfundi hvers árs, m.t.t. hugsanlegra breytinga.
Tryggir að stjórnin meti árlega störf sín og undirnefnda.