Með virkri fjölskyldustefnu, samhentri liðsheild og skýrum markmiðum er Ljósleiðarann eftirsóknarverður vinnustaður þar sem sýnt er frumkvæði í starfsþróun og þekkingarsköpun og vel hugað að heilsu og öryggi starfsmanna. Hjá okkur ríkir jákvæður starfsandi sem einkennist af uppbyggilegum skoðanaskiptum og virðingu í samskiptum. Við bjóðum upp á fyrsta flokks aðbúnað og leggjum áherslu á öryggi og heilsu í öllum verkefnum.
Það er líf og fjör í vinnunni, starfsemi okkar er fjölbreytt og samfélagslega mikilvæg. Starfsfólk okkar hefur frumkvæði og fær tækifæri til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Við leggjum áherslu á jafnvægi vinnu og einkalífs, og möguleika til að vaxa í starfi. Okkur er annt um umhverfið, jafnrétti og að koma fram við hvert annað og okkar viðskiptavini af virðingu.
Ljósleiðarinn er dótturfélag Orkuveitunnar. Auk Ljósleiðarans, er Orkuveitan er móðurfélag Veitna, Orku náttúrunnar og Carbfix. Við styðjum vaxandi samfélag, heimili og atvinnulíf með nýsköpun í orku, veitustarfsemi og kolefnisbindingu. Við erum aflvaki sjálfbærrar framtíðar.