Hjá Gagnaveitu Reykjavíkur er mikil áhersla á að það sé góð vinnuaðstaða

Gagnaveita Reykjavíkur

Mannauður

Starfsmenn Gagnaveitu Reykjavíkur starfa eftir gildunum heiðarleiki, framsýni og hagsýni. Starfsmenn hafa þessi gildi að leiðarljósi í öllum störfum sínum. Starfsmenn Gagnaveitu Reykjavíkur eru um 60 en fyrirtækið starfar einnig með margvíslegum verktökum. Alls starfa því yfir 200 manns með fyrirtækinu. Starfsmenn búa yfir gríðarlegri þekkingu þar sem blandast saman tæknimenntun og viðskiptamenntun auk annarrar fjölþættrar menntunar sem nýtist vel í störfum í þágu viðskiptavina. Við leggjum ríka áherslu á að það sé gott að vinna hjá Gagnaveitunni.

Starfsfólk

Elísabet Guðbjörnsdóttir

Verkefnastjóri Ljósleiðarakerfis

Gunnar Ellert Geirsson

Verkefnastjóri Ljósleiðarakerfis

Sjöfn Ýr Hjartardóttir

Hönnuður Ljósleiðarakerfi

Teitur Ásgeirsson

Hönnuður Ljósleiðarakerfi

Eygló Kristjánsdóttir

Hönnuður ljósleiðarakerfi

Geir Svanbjörnsson

Verkefnastjóri ljósleiðarakerfis

Baldur Hauksson

Teymisstjóri Aðgangsnets

Liam Molloy

Hönnuður ljósleiðarakerfi

Atli Már Þorgrímsson

Hönnuður ljósleiðarakerfi

Einar Grétarsson

Hönnuður ljósleiðarakerfi

Kjartan Ari Jónsson

Forstöðumaður ljósleiðaradeild

Erling Freyr Guðmundsson

Framkvæmdastjóri

Gabríel Darri Mikaelsson

Hugbúnaðarsérfræðingur

Lea Steinþórsdóttir

Netsérfræðingur IP netkerfis

Gísli Karlsson

Verkefnastjóri

Karl Snorrason

Netsérfræðingur IP netkerfis

Hreiðar Jóelsson

Netsérfræðingur IP netkerfis

Einar Haukur Þórisson

Netsérfræðingur IP netkerfis

Áki Rúnar Sigurðsson

Netsérfræðingur IP netkerfis

Jón Ingi Ingimundarson

Forstöðumaður tækni

Guðmundur Ragnar Rúnarsson

Tæknimaður afhendingar

Þórunn Ása Þórisdóttir

Tæknifulltrúi afhendinga

Stefán Ingi Ingvason

Tæknimaður afhendingar

Daníel Óskar Profic

Tæknimaður afhendingar

Heimir Kjartansson

Tæknimaður afhendingar

Ingvar Helgason

Tæknimaður afhendingar

Sindri Már Björnsson

Þjónustustjóri

Steinar Örn Sturluson

Tæknimaður afhendingar

Kristófer Karlsson

Tæknimaður afhendingar

Sveinn Snorri Magnússon

Rekstrarstjóri Ljósleiðarakerfis

Magnús Þór Ágústsson

Tæknifulltrúi Þjónustu

Dace Liepina

Tæknifulltrúi afhendinga

Jón Bjarki Jónsson

TÆKNIMAÐUR AFHENDINGAR

Tryggvi Ingólfsson

Tæknimaður afhendingar

Gunnar Már Steinarsson

Tæknimaður afhendingar

Davíð Kristjánsson

Tæknimaður afhendingar

Arnar Sveinsson

Tæknimaður afhendingar

Gunnlaugur Ragnar Reynisson

Tæknimaður afhendingar

Böðvar Ágúst Ársælsson

Iðnaðarmaður ljósleiðarakerfis

Marjan Erdoglija

Iðnaðarmaður ljósleiðarakerfis

Jón Bjarnason

Iðnaðarmaður ljósleiðarakerfis

Aðalsteinn Scheving

Tæknimaður afhendingar

Dagný Jóhannesdóttir

Forstöðumaður Tækniþjónustu og afhendinga

Valur Heiðar Sævarsson

Markaðsstjóri

María Rán Ragnarsdóttir

Afhendingarstjóri einstaklinga

Stefán Harðarson

Tæknimaður afhendingar

Helgi Már Isaksen

Teymisstjóri Grunnkerfis

Jóhann Sveinn Sigurleifsson

Vörustjóri

Stjórn Gagnaveitu Reykjavíkur skipa

Ingvar Stefánsson

Stjórnarformaður

Ingvar Stefánsson er framkvæmdastjóri Fjármála Orkuveitu Reykjavíkur og jafnframt stjórnarformaður í Gagnaveitu Reykjavíkur. Hann hefur viðskiptafræðipróf á endurskoðunarsviði auk meistaragráðu í fjármálum og stjórnun og hefur víðtæka stjórnunarreynslu úr atvinnulífinu. Hann var starfsmannastjóri hjá Esso í átta ár. Einnig var hann forstöðumaður fyrirtækjasviðs Olíufélagsins, framkvæmdastjóri dótturfyrirtækis Lyfja og heilsu í tvö ár, kennari við Háskólann á Bifröst, loks framkvæmdastjóri og forstöðumaður Íslandsbanka Fjármögnunar. 

Magnús Hauksson

Stjórnarmaður

Magnús Hauksson rekstrarstjóri Neyðarlínunnar er stjórnarmaður í Gagnaveitu Reykjavíkur. Hann er rafmagnsverkfræðingur og hefur starfað við fjarskipti í um 30 ár. Hann tók þátt í fyrstu skrefum Internetsins á Íslandi og hefur fylgt því síðan á ýmsum vettvangi. Hann hefur meðal annars starfað hjá Símanum við uppbyggingu og rekstur gagnaflutningsþjónustu, við uppbyggingu ljósleiðarakerfa um allt land fyrir orkufyrirtæki og unnið á verkfræðistofu við fjarskiptaráðgjöf fyrir flest stærstu fyrirtæki og stofnanir landsins. Núna hefur hann með að gera sérhæfð neyðar- og öryggisfjarskipti fyrir landsmenn alla, löggæslu og aðra viðbragðsaðila, sjófarendur og fleiri.

Pálmi Símonarson

Stjórnarmaður

Pálmi Símonarson starfar í Upplýsingatækni hjá Orkuveitu Reykjavíkur og er jafnframt stjórnarmaður í  Gagnaveitu Reykjavíkur.  Hann er með próf í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands.  Í starfi sínu hjá OR ber Pálmi ábyrgð á viðskiptagreind og vöruhúsi gagna innan samstæðunnar.  Pálmi starfaði áður sem deildarstjóri hugbúnaðargerðar hjá Vodafone og þar á undan sem þróunarstjóri hjá Tern Systems.

Birna Bragadóttir

Stjórnarmaður

Birna Bragadóttir er ráðgjafi hjá Capacent og stjórnarmaður í Gagnaveitu Reykjavíkur. Birna hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífunni á sviði stjórnunar, mannauðs- og jafnréttismála, breytingastjórnunar og markaðs-og þjónustustjórnunar. Birna starfaði sem framkvæmdastjóri Sandhotel, starfsþróunarstjóri Orkuveitunnar og við mannauðs-, fræðslu- og þjónustustjórnun hjá Icelandair. Birna er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BA-gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands. Hún er jafnframt stjórnendamarkþjálfi frá Coach University. Birna er stjórnarformaður Hönnunarsjóðs.

Edda Sif Pind Aradóttir

Stjórnarmaður

Edda Sif Pind Aradóttir starfar á Þróunarsviði Orkuveitu Reykjavíkur og er jafnframt stjórnarmaður í Gagnaveitu Reykjavíkur. Í starfi sínu hjá OR ber Edda ábyrgð á framtíðarsýn auðlindanýtingar og nýsköpun auk þess sem hún stýrir alþjóðlegum rannsóknarverkefnum sem OR er aðili að. Hún er með B.Sc. próf í efnaverkfræði, M.Sc. próf í kennilegri efnafræði og Ph.D. próf í forðafræði jarðhitakerfa frá Háskóla Íslands. Edda situr einnig í stjórnum Nýorku, Orkuklasans og GEORG rannsóknarklasa í jarðhita. 

Íris Lind Sæmundsdóttir

Varastjórnarmaður

Íris Lind Sæmundsdóttir er héraðsdómslögmaður og starfar hjá Orkuveitu Reykjavíkur við lögfræðiráðgjöf og sem regluvörður. Hún er Mag Jur frá Háskóla Íslands, er með diplómu í hafrétti og með málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Hún var áður lögfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu og Reykjavíkurborg auk þess að hafa starfað sem aðstoðarmaður félags- og tryggingamálaráðherra. Hún sat í Stjórnlagaráði 2010, laganefnd EFTA og verkefnisstjórn Straumhvarfa. Þá hefur Íris Lind sinnt málflutningi fyrir Íslands hönd fyrir EFTA dómstólnum og Evrópudómstólnum. 

Sæmundur Friðjónsson

Varastjórnarmaður

Sæmundur Friðjónsson er forstöðumaður Upplýsingatækni hjá Orkuveitu Reykjavíkur og jafnframt varamaður í stjórn Gagnaveitu Reykjavíkur. Hann er með B.Sc. próf í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í stjórnun frá Universitat Pompeu Fabra á Spáni. Áður en Sæmundur tók við sem forstöðumaður Upplýsingatækni hjá Orkuveitu Reykjavíkur starfaði hann við upplýsingatæknimál hjá Vodafone. Sæmundur situr einnig í stjórn DMM lausna ehf.

Framkvæmdastjórn Gagnaveitu Reykjavíkur

Erling Freyr Guðmundsson

Framkvæmdarstjóri Gagnaveitu Reykjavíkur

Erling Freyr Guðmundsson er framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur. Hann starfaði áður sem framkvæmdarstjóri fjarskipta- og tæknisviðs 365 miðla. Erling lauk MBA frá Háskólanum í Reykjavík 2009 og rafvirkjun við Fjölbrautarskólinn í Breiðholti. Hann, var framkvæmdarstjóri fjarskiptafyrirtækisins Industria á árunum 2003 til 2012. Hann hefur gegnum tíðina tekið þátt í að byggja fjarskiptafélög frá grunni bæði hérlendis og erlendis.

Dagný Jóhannesdóttir

Forstöðumaður tækniþjónustu og afhendingar

Dagný Jóhannesdóttir er forstöðumaður tækniþjónustu og afhendingar. Deildin ber ábyrgð á verkefnastýringu þvert á fyrirtækið og afhendingu til heimila og fyrirtækja. Dagný starfaði í 16 ár hjá 365 og fyrirrennurum í 16 ár. Hún er með APME í verkefnastjórnun auk þess að vera menntuð sem sjúkraliði og einkaþjálfari. 

Jón Ingi Ingimundarson

Forstöðumaður tæknideildar

Jón Ingi Ingimundarson er forstöðumaður tækni Gagnaveitu Reykjavíkur.  Hann starfaði áður sem yfirhönnuður, og fjarskipta- og staðlasérfræðingur hjá OZ. Jón Ingi hefur víðtæka alþjóðlega reynslu úr fjarskiptaheiminum, m.a. í nánu samstarfi við Ericsson og Nokia. Hann hefur einnig tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi um gerð fjarskiptastaðla fyrir farsíma. Jón Ingi er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. 

Kjartan Ari Jónsson

Forstöðumaður ljósleiðaradeildar

Kjartan Ari Jónsson er forstöðumaður Ljósleiðaradeildar en deildin ber ábyrgð á uppbyggingu og rekstri ljósleiðarakerfis Gagnaveitu Reykjavíkur.  Kjartan hefur starfað hjá Gagnaveitunni síðan 2005. Kjartan er rafmagnsverkfræðingur að mennt frá Aalborg Universitet.