Starf­semi og skipu­lag

Ljósleiðarinn ehf. er fjarskiptafélag og var stofnað sem Gagnaveita Reykjavíkur árið 2007 og er eitt af dótturfélögum Orkuveitunnar. Eigendur Orkuveitunnar eru Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð.

Ljósleiðarinn ehf. annast rekstur og uppbyggingu Ljósleiðarans. Ljósleiðarinn er opið net og stendur öllum fjarskiptafélögum til boða að veita þjónustu sína um Ljósleiðarann. Hlutverk Ljósleiðarans er að veita íslenskum heimilum og fyrirtækjum aðgengi að hágæða þjónustu á opnu aðgangsneti. Ljósleiðarinn býður uppá öflugt gæðasamband fyrir heimili og fyrirtæki og gerir allt mögulegt mögulegt.