Við sendum þér lagnateikningar af garðinum

26. apríl 2023

Nú er kominn sá tími árs þegar framkvæmdir hefjast í görðum landsmanna. Áður en hafist er handa við framkvæmdir er mikilvægt að kynna sér vel hvar neðanjarðar rör eru staðsett fyrir nauðsynlegar lagnir að húsinu. Ef grafið er án þekkingar á því hvar lagnir liggja á lóðinni getur það leitt til kostnaðarsamra viðgerða og óþæginda sem auðvelt er að koma í veg fyrir.

Auðveldasta leiðin til að komast að því hvar lagnir eru staðsettar er að hafa samband við Ljósleiðarann Þannig færðu teikningu um staðsetningu röralagna.

Hafðu samband og við sendum þér lagnateikningar.

Jafnvel þótt þú hafir upplýsingar um hvar neðanjarðar rör eru staðsett, þá er mikilvægt að fara varlega þegar grafið er í garðinum. Ef mikill vafi liggur á hvort lagnir séu samkvæmt teikningum er hægt að óska eftir útsetningu hnitpunkta lagnanna en slík þjónusta getur tekið nokkurn tíma að berast og oftast óþörf.

Farið alltaf varlega og verið viss um að forðast að grafa nálægt pípum ef hjá því er komist .

Ekki grafa ef þú ert í vafa!

Ljósleiðararörin okkar eru appelsínugul og bleik. Hönnunarfyrirmæli í dag gera ráð fyrir að þær séu að öllu jöfnu á 15 – 40 cm dýpi, en ekki er hægt að ganga að því sem vísu að lagnir Ljósleiðarans séu á tilteknu dýpi.

Fylltu út formið hér eða hafðu samband í síma 5167777 til að fá lagnateikningar og ráðleggingar áður en þú byrjar að grafa.

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.