„Prívat net“ og opna netið
29. júlí 2025
29. júlí 2025
Upphafsár internetsins – frá 1990
Áður en internetið varð hluti af daglegu lífi okkar réð ríkisfyrirtækið Póstur og sími algjörlega yfir fjarskiptum á Íslandi. Fyrirtækið rak svokallað „prívat net“, þar sem tæknin, aðgangurinn og upplýsingarnar voru miðstýrðar. Notendur voru háðir einni stofnun sem ákvað hvers konar aðgang hver og einn fékk að upplýsingum og samskiptum. Frjáls samkeppni var ekki til staðar og notendur höfðu takmarkaðan aðgang og lítið svigrúm til nýsköpunar.
Mynd úr myndasafni Orkuveitunnar.
Þegar internetið kom út úr skápnum
Þegar internetið kom fram á sjónarsviðið breyttist leikurinn algjörlega. Í byrjun var þetta hljóðlát breyting sem fór að mestu framhjá ríkjandi kerfum. Fólk notaði einfaldlega símalínurnar sem þegar voru til staðar til að tengjast hinu nýja, opna neti. Smám saman opnaðist aðgangurinn að upplýsingum, og með tímanum varð internetið tákn um nýja tíma þar sem upplýsingaflæði var ekki lengur háð einu ríkisfyrirtæki, heldur aðgengilegt öllum.
Frá prívat neti til frjálsra samskipta
Með internettengingu breyttist samfélagið hratt. Spjallrásir, tölvupóstur og vefsíður tóku við hlutverki sem áður var aðeins fyrir valda aðila. Netkaffihús opnuðu dyr sínar og ný fyrirtæki tóku að bjóða þjónustu sem áður var einokun. Með breytingu fjarskiptalaga og lögleiðingu samkeppni árið 1998, breyttist fjarskiptalandslagið endanlega – frá ríkisrekinni miðstýringu yfir í opið, frjálst og hraðvaxandi vistkerfi.
Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.