Hvenær kynnast Íslendingar ljósleiðara?

6. ágúst 2025

Saga ljósleiðarans á Íslandi nær aftur til níunda áratugarins þegar Póstur og sími hóf stafræna símstöðvavæðingu. Upp úr miðjum níunda áratugnum fór fyrirtækið að leggja fyrstu ljósleiðarana, þó eingöngu til innri nota á milli símstöðva sinna. Ljósleiðari þótti á þessum tíma dýr og flókin lausn, og ekki álitin raunhæf fyrir almenna notkun. En það átti eftir að breytast.

 

NATO-ljósleiðarinn breytti leiknum

Á árunum 1989–1992 varð mikilvægur vendipunktur þegar NATO-ljósleiðarinn var lagður í kringum Ísland. Markmiðið með honum var upphaflega að tengja ratsjárstöðvar NATO og bæta samskipti varnarliðsins á Íslandi. Þessi lagning varð þó einnig kveikjan að aukinni umræðu um möguleika ljósleiðarans til að flytja mikið magn gagna á miklum hraða.

Með þessari umræðu fór hugtakið „ljósleiðari“ að verða þekktara hjá almenningi, og fljótlega varð ljóst að tæknin væri lykillinn að háhraðatengingum og þeirri stafrænu framtíð sem nú er orðin að veruleika.

 

Þessi færsla er þrijði hluti af seríunni Sögur Ljósleiðarans sem við munum segja á næstunni á miðlunum okkar. Fylgstu með skemmtilegum fróðleiksmolum um internetið og ljósleiðara.

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.