Kapphlaupið gegn Fagradalsfjalli tilnefnt til verðlauna
2. nóvember 2023
2. nóvember 2023
Ljósleiðarinn hefur fengið tilnefningu til verðlauna European Broadband Awards 2023. Tilnefningar fá þau verkefni sem þykja hafa skarað framúr til að efla nettengingu fyrir íbúa í Evrópu.
Í samstarfi við fjölda aðila sem koma að fjarskiptum á Íslandi lagði Ljósleiðarinn nýjan ljósleiðarastreng á Reykjanesskaga í kapphlaupi við hraunstrauminn frá Fagradalsfjalli vorið 2021. Eldri fjarskiptalagnir voru í hættu á að rofna ef hraunflæði færi þar yfir en með skjótum viðbrögðum og frábærri samvinnu allra sem komu að verkefninu tókst að tryggja mikilvæga innviði fyrir fjarskiptasamband á Íslandi og tengingar við útlönd. Auk þess varð til verðmæt þekking á áhrifum slíkra náttúruógna sem mun nýtast þjóðinni um komandi tíð.
European Broadband Awards 2023 verða afhent af Evrópusambandinu í Brussel þann 21. nóvember 2023.
Til hamingju öll sem komu að þessu mikilvæga verkefni og takk fyrir frábært samstarf.
Almannavarnadeild, BYKO, Emtelle , EFLA, Farice, Fossvélar, GA smíðjárn, Hampiðja, Háskóli Íslands, Lýsir, Míla, Neyðarlínan 112, Orkufjarskipti, Rafal ehf, S.Guðjónsson Verslun, Tensor ehf, Verkís Verkfræðistofa og öll sem komu að þessu verkefni!
Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.