1. Tilgangur og umfang
Að lýsa upplýsingagjöf um málefni félagsins.
Framkvæmdastjóri skal reglulega upplýsa stjórn Ljósleiðarans um málefni félagsins. Að auki skal hann í umboði stjórnar reglulega upplýsa forstjóra OR, sem handhafa hlutafjár í félaginu, um eftirfarandi málefni félagsins. Upplýsingar skulu lagðar fram mánaðarlega, en þó oftar ef málefni þola ekki bið.
1.1 Fjárhagslegar upplýsingar
Mánaðarlega skulu lykiltölur úr rekstri félagsins lagðar fram og upplýst hvernig rekstur síðasta mánaðar samræmist áætlunum ársins. Þá skal upplýst um stöðu mælikvarða í áhættustefnu.
Ársfjórðungslega skal gerð grein fyrir útkomu árshlutauppgjörs félagsins.
Árlega skal gerð grein fyrir fjárhagsáætlun fyrir næsta ár þegar áætlunin hefur verið afgreidd af stjórn félagsins.
1.2 Staða mælikvarða
Staða lykilmælikvarða félagsins, eftir því sem við á, skal lögð fram mánaðarlega.
Gerð skal grein fyrir stöðu annarra mælikvarða eftir því sem þeir liggja fyrir.
1.3 Fundargerðir stjórnar
Fundargerðir stjórnar félagsins ásamt minnisblöðum framkvæmdastjóra til stjórnar skulu gerð aðgengileg stjórn Orkuveitu Reykjavíkur sbr. verklag um fundargerðir.