Upp­haf og lok stjórn­ar­setu

1. Tilgangur og umfang

Að lýsa ferli við móttöku nýs stjórnarfólks eftir að stjórn hefur verið skipuð og um lok stjórnarsetu.

2. Móttaka nýrra stjórnarmanna

2.1 Undirbúningur móttöku

Þegar tilkynning berst frá handhafa hlutafjár um skipan stjórnar undirbýr ritari stjórnar trúnaðaryfirlýsingu og kynningargögn.

2.2 Móttaka

Á kynningarfundi fyrir nýtt stjórnarfólk undirritar það trúnaðaryfirlýsingu og fær nánari kynningu sbr. liður 2.3.

Ritari stjórnar lætur stofna aðgang að stjórnarfundagátt eftir að trúnaðaryfirlýsing hefur verið útbúin og skipuleggur aðgang að gáttinni.

2.3 Kynning

Framkvæmdastjóri tryggir að stjórnarfólk fái kynningu á starfsemi og stjórnarháttum félagsins og samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur. Í því felst m.a. að kynna þeim eftirfarandi:

Helstu lög og reglugerðir sem um starfsemina gilda,

sameignarsamning Orkuveitu Reykjavíkur,

eigendastefnu Orkuveitu Reykjavíkur,

samþykktir félagsins,

starfsreglur stjórnar félagsins,

starfsáætlun stjórnar félagsins,

starfsemi félagsins og samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur,

stefnumörkun félagsins og samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur,

stöðu þeirra sem innherja, bæði innan Ljósleiðarans sem og hjá Orkuveitu Reykjavíkur og

allt annað sem tryggir að stjórnarfólk geti gert sér glögga grein fyrir starfsemi félagsins og stöðu þess.

Stjórnarfólk skal á næsta stjórnarfundi eftir framangreinda kynningu staðfesta að það hafi kynnt sér framangreind skjöl.

2.4 Búnaður

Framkvæmdastjóri félagsins sér um að útvega þann búnað sem samþykkt er að stjórnarfólk fái til umráða vegna starfa sinna.

2.5 Undirbúningur móttöku

Framkvæmdastjóri félagsins tryggir að gengið sé frá skráningu í greiðslukerfi.

3. Við lok stjórnarsetu

Við lok stjórnarsetu skilar stjórnarfólk þeim búnaði sem þeir hafa haft til umráða sbr. liður 2.4. Ritari stjórnar sér til þess að aðgangi að stjórnarfundargátt sé lokað.