Komdu í gæða­sam­band!

Ljósleiðarinn býður uppá öflugt netsamband fyrir heimili og fyrirtæki. Með tengingu við Ljósleiðarann færðu hraðan, öruggan og hnökralausan aðgang að þéttu neti ljósleiðaraþráða. Þannig getur þú streymt hágæðaefni í fjölda tækja á sama tíma.

Get ég tengst?

Þú getur valið á milli sex fjarskiptafélaga sem bjóða sína þjónustu yfir Ljósleiðarann.

SÝN, Nova, Kapalvæðing, Síminn, Hringdu og Hringiðan.

Til að fá Ljósleiðarann, leggur þú inn pöntun til þess fjarskiptafélags sem þú vilt vera í viðskiptum við. Fjarskiptafélagið mun í kjölfarið sjá um að panta Ljósleiðarann fyrir þína hönd.

Við bókum síðan tíma með þér til að tengja Ljósleiðarann alla leið. Að auki stendur þér til boða að við leggjum þrjár þjónustulagnir í þeirri heimsókn fyrir til dæmis net, síma og sjónvarp.