1. Tilgangur og umfang
1. Að lýsa meðferð fyrirspurna stjórnarfólks varðandi hvaðeina í starfsemi félagsins.
2. Fyrirspurnir og meðferð þeirra
Stjórnarfólk getur borið fram fyrirspurnir varðandi hvaðeina í starfsemi félagsins. Fyrirspurnir skulu vera skriflegar, lagðar fram á stjórnarfundi og bókaðar í fundargerð.
3. Framkvæmdastjóri tekur við fyrirspurnum til úrlausnar á viðeigandi hátt. Framkvæmdastjóri skal sjá til þess að fyrirspurnum sé svarað svo fljótt sem verða má. Svör við fyrirspurnum skulu vera skrifleg lögð fram á stjórnarfundi og bókuð í fundargerð.
4. Þoli fyrirspurn ekki bið eftir næsta stjórnarfundi skal henni beint skriflega til framkvæmdastjóra, sem sér til þess að svar berist svo fljótt sem verða má. Framkvæmdastjóri sendir svarið til alls stjórnarfólks, ásamt fyrirspurninni. Á næsta stjórnarfundi skal bókað í fundargerð um fyrirspurnir og svör sem afgreidd eru á milli funda.