Ljós­leið­ar­inn ehf.

Ljósleiðarinn ehf. er fjarskiptafélag í eigu Orkuveitu Reykjavíkur og stofnað sem Gagnaveita Reykjavíkur árið 2007. Hlutverk Ljósleiðarans er að veita íslenskum heimilum og fyrirtækjum aðgengi að hágæða þjónustu á opnu aðgangsneti.

Starfsfólk Ljósleiðarans starfar eftir kjarnagildunum heiðarleika, framsýni og hagsýni í takt við gildi okkar og móðurfélagsins. Starfsfólk hefur þessi gildi að leiðarljósi í öllum sínum störfum. Starfsfólk er um 50 talsins en fyrirtækið starfar einnig með margvíslegum verktökum. Alls starfa því um 200 manns fyrir fyrirtækið hverju sinni. Starfsfólk okkar býr yfir mikilli þekkingu þar sem blandast saman tæknimenntun og viðskiptamenntun auk annarrar fjölþættrar menntunar sem nýtist þeim í störfum í þágu okkar viðskiptavina.