Get ég tengst?

Hágæðasamband fyrir heimili

Fjölgun snjalltækja og tölva á heimilinu gera sífellt meiri kröfur um hratt og snarpt netsamband.
Ljósleiðarinn er framtíðarsamband – í dag.

Ein heimsókn

  1. Þú byrjar á að panta gæðasamband Ljósleiðarans.
  2. Við höfum samband og finnum hentugan tíma fyrir uppsetningu.
  3. Mætum svo stundvíslega heim til þín og setjum upp ljósleiðarabox.
  4. Tengjum svo við boxið netbeini, myndlykil og heimasíma.
  5. Að lokum komum við öllum þráðlausum tækjum heimilis í netsamband. Allt þetta í einni heimsókn, og allt tengt.

    Gæðasamband Ljósleiðarans

    Ljósleiðarinn tryggir hraðan, öruggan og hnökralausan aðgang að netinu. Þannig munu tækifærin sem felast í tækniframförum framtíðarinnar rata til þín.
    Með Ljósleiðaranum má fá sjónvarp í skarpari myndgæðum með möguleika á fjölda myndlykla.
    Einnig er í boði að tengja heimasímann við Ljósleiðarann, bæði fyrir símtöl og öryggiskerfi.

    Hraði og snerpa

    Bandbreidd Ljósleiðarans þolir mikinn fjölda tækja í notkun á sama tíma. Þannig er hægt að streyma háskerpumyndböndum í mörg tæki á sama tíma.
    Tenging við Ljósleiðarann eykur gæði fjarfunda og myndsímtala. Hraði og snerpa bætir afköst í netleikjum, leitarvöfrum og almennri netnotkun.