Vísindamiðlun Ljósleiðarans á Vísindavöku!

1. október 2025

Árlega stendur Rannís fyrir Vísindavöku á Íslandi, en hún er haldin samtímis í helstu borgum Evrópu síðustu helgina í september undir heitinu Researchers’ Night.
Á Vísindavöku Rannís sem fram fór á dögunum stendur almenningi til boða sannkölluð vísindaveisla þar sem fremsta vísindafólk landsin sýnir og segir frá rannsóknum og nýsköpun á lifandi og gagnvirkan hátt.
Ljósleiðarinn, ásamt Orkuveitunni og systurfélögunum Orku náttúrunnar, Veitum og Carbfix voru með bás á svæðinu og Ljósleiðarinn kenndi þar gestum allt um ljósleiðaratengingar og hvernig internetið virkar. Við áttum mörg skemmtileg samtöl við unga sem aldna og þökkum kærlega fyrir allar heimsóknirnar sem við fengum á básinn okkar.

 

 

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.