Valeria ný forstöðukona tækniþjónustu
2. september 2024
2. september 2024
Í dag hóf Valeria R. Alexandersdóttir störf hjá Ljósleiðaranum sem forstöðukona tækniþjónustu. Valeria er reynslumikill stjórnandi með víðtæka starfsreynslu úr mismunandi atvinnugreinum. Hún hefur starfað hjá fyrirtækjum á borð við Nova, þar sem hún stýrði baksviði fyrirtækisins, Icelandair, þar sem hún kom að uppbyggingu stafrænnar viðskiptaþróunar og leiddi þá einingu um árabil, og nú síðast hjá Advania þar sem Valeria starfaði sem forstöðukona veflausna Advania. Valeria er með B.Sc. gráðu í Rekstrarverkfræði og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.
„Við erum virkilega spennt fyrir að fá Valeriu til liðs við okkur. Hún hefur víðtæka reynslu sem mun nýtast okkur í þeirri vegferð sem Ljósleiðarinn er í. Við hlökkum til að vinna með Valeriu og bjóðum hana hjartanlega velkomna til starfa“, segir Einar Þórarinsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans.
Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.