Þórunn nýr Þjónustustjóri og leiðtogi Tækniþjónustu Ljósleiðarans
10. október 2024
10. október 2024
Ljósleiðarinn hefur ráðið Þórunni Ásu Þórisdóttur í stöðu Þjónustustjóra og leiðtoga Tækniþjónustu sem heyrir undir Sölu- og þjónustu. Þessi breyting er liður í markvissri stefnu Ljósleiðarans að efla þjónustuupplifun og tæknilega aðstoð við viðskiptavini. Breytingin undirstrikar jafnframt skuldbindingu fyrirtækisins til að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu á öllum sviðum.
Þórunn hefur verið hluti af teymi Ljósleiðarans síðan árið 2017 og býr yfir mikilli þekkingu á starfsemi félagsins og þjónustumálum. „Það er mikill fengur fyrir okkur að fá Þórunni í nýtt hlutverk Þjónustustjóra. Með hennar þekkingu, reynslu og ástríðu fyrir þjónustuupplifun munum við ná að lyfta þjónustunni til viðskiptavina okkar enn frekar“ segir Valeria R. Alexandersdóttir, forstöðukona Sölu- og þjónustu, um ráðninguna.
Þórunn mun leiða Tækniþjónustu Ljósleiðarans með skýra sýn á að bæta tæknilega ráðgjöf og þjónustu við viðskiptavini. „Ég er gríðarlega spennt fyrir þessu hlutverki og sé mikil tækifæri í að bæta enn frekar þjónustu okkar til viðskiptavinanna. Hjá Ljósleiðaranum starfar einstaklega öflugt fólk sem vinnur sameiginlega að þessu þjónustumarkmiði, með það að leiðarljósi að frábær þjónusta skilar sér í ánægðum viðskiptavinum“ segir Þórunn um nýju stöðuna.
Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.