Góð heimsókn frá Tækniskólanum

29. september 2025

Hópur nemenda í Tækniskólanum kíkti í heimókn til okkar á dögunum og fræddist um starfsemi Ljósleiðarans og vinnustaðinn okkar í tilefni Tækniskóladagsins sem haldinn er árlega. Starfsfólk Ljósleiðarans kenndi nemendunum að splæsa ljósleiðara og hópurinn fékk svo að spreyta sig á því.

Þetta er eitt margra frábærra tækifæra fyrir okkur að kynna vinnustaðinn okkar fyrir framtíðar starfsfólki og til að hitta þetta unga og forvitna fólk og fá skemmtilegar spurningar og umræður frá þeim.

Takk fyrir heimsóknina!

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.