Sumarstörf hjá Ljósleiðaranum

7. febrúar 2025

Viltu hjálpa okkur að ljósleiðaravæða Ísland?

Við hjá Ljósleiðaranum vinnum við að koma hágæðasambandi til heimila og fyrirtækja og leitumst við að vera í fremstu röð hvað varðar öryggi og vinnuumhverfi. Við bjóðum góða vinnuaðstöðu, áhugaverð verkefni og skemmtilega vinnufélaga.

Við höfum nú opnað fyrir umsóknir í sumarstörf hjá Ljósleiðaranum. Hér getur þú kynnt þér störfin sem eru í boði hjá okkur og hér getur þú lesið meira um vinnustaðinn, starfsstöðvarnar og fleira.

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.