Sjónvarp Símans nú í boði um kerfi Ljósleiðarans!

17. ágúst 2018

Sjónvarps Símans (aðgangskerfið) og Sjónvarps Símans Premium (sjónvarpsáskriftin) eru nú í boði um kerfi Ljósleiðarans! Við bjóðum því notendur á Sjónvarpi Símans velkomna á Eitt gíg, þúsund megabita gæðasamband Ljósleiðarans. Nær öll heimili tengd Ljósleiðaranum njóta nú Eitt gíg netsambands, í báðar áttir.

Hvað er í boði í Sjónvarpi Símans?

Sjónvarp Símans óháð neti kostar 7.900 kr. á mánuði og innifalið er 4K myndlykill og Sjónvarp Símans Premium. Premium býður upp á 48 tíma af tímaflakki, ólínulega dagskrá Sjónvarp Símans rásarinnar, yfir 7.500 klukkustundir af nýju og klassísku sjónvarpsefni frá stærstu framleiðendum heims. og aðgang að myndbandsleigu Símans.

Það er því hægt að nálgast allt íslenskt og ýmist erlent efni um nettengingar Ljósleiðarans, til dæmis:

  • RÚV með Sarpinum iOS Android
  • Stöð 2 og erlent efni með Vodafone Sjónvarpi 
  • OZ appið með allar íslenskar rásir opnar
  • Sjónvarp Símans Premium með Sjónvarp Símans óháð neti
  • Einnig er í boði Netflix og Amazon Prime Video á Íslandi

Hvað þarf ég að gera til að fá Sjónvarp Símans?

1. Nettenging um fastlínu
Áður en þú byrjar, þá þarftu að vera með netsamband. Við mælum með föstu neti eins og Eitt gíg sambandi frá Ljósleiðaranum, þar sem streymisþjónusta notar talsvert af gagnamagni og gagnamagn er ódýrara um fast net.
Mundu að Ljósleiðarinn býður upp á Eitt gíg netsamband bæði upp og niður og því nægilega stór tenging til að ráða við gagnaumferð fyrir öll heimili sama hversu stór þau eru.

2. Panta Sjónvarp Símans
Það er ekkert mál að panta Sjónvarp Símans á vef Símans. Það er líka hægt að fara í næstu verslun Símans og sækja búnað þangað. Það er óþarfi að færa netið á milli, því nýi búnaðurinn virkar óháð netþjónustuaðila.
Þú getur því til dæmis verið með sjónvarp frá Símanum, net frá Nova eða Hringdu og heimasíma frá Vodafone allt yfir samband Ljósleiðarans!
Frelsi til að velja þær þjónustur sem þér hugnast á hverjum tíma án vandamála við að skipta á milli fjarskiptafyrirtækja.

3. Tengja myndlykil við nettengingu
Myndlykillinn tengist við venjulegt Internet, en ekki sér til höfð sjónvarptengi. Hann getur tengst með netsnúru eða þráðlaust.

Hver hjálpar mér með vandamál á Sjónvarpi Símans yfir net Ljósleiðarans?

Síminn veitir aðstoð vegna Sjónvarps Símans, en netsamband getur haft áhrif á gæði og upplifun og því best að ræða við þitt fjarskiptafyrirtæki fyrst: Nova, Vodafone, Hringdu eða Hringiðuna ef upp koma vandamál.
Passa þarf að þráðlaus búnaður heimilis geti sinnt þörfum streymiþjónusta og alltaf er betra að snúrutengja myndlykla ef það er hægt með auðveldu móti.

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.