Olga Rún Kristjánsdóttir nýr leiðtogi hugbúnaðarþróunar

6. mars 2025

Olga Rún Kristjánsdóttir hefur gengið til liðs við Ljósleiðarann í starfi leiðtoga hugbúnaðarþróunar í teymi tæknireksturs fyrirtækisins og hefur hún þegar hafið störf.

Olga kemur til Ljósleiðarans frá Veritas Capital, þar sem hún starfaði sem hugbúnaðarsérfræðingur í fimm ár og leiddi meðal annars stórt uppfærsluverkefni frá NAV í Business Central. Hún er með B.Sc. gráðu í tölvunarfræði og hefur síðustu tvö ár verið í meistaranámi í hagnýtum gagnavísindum (Applied Data Science) samhliða vinnu og útskrifast með meistaragráðu nú í sumar.

„Við erum spennt að fá Olgu til liðs við okkur. Þekking hennar og reynsla mun styrkja teymið okkar enn frekar og við hlökkum til að vinna með henni og nýta sérþekkingu hennar í þeim spennandi verkefnum sem framundan eru hjá okkur segir Einar, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans.

Við bjóðum Olgu hjartanlega velkomna til Ljósleiðarans!

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.