Nýr söluaðili Ljósleiðarans

Valur6. mars 2016

Í dag hefur fjarskiptafélagið Nova sölu á þjónustu um Ljósleiðarann.
Nova mun bjóða upp á internet um Ljósleiðarann á 500 megabita hraða. 

Upplýsingar um vörur Nova er að finna á www.nova.is eða hjá þjónustuveri þeirra í síma 5191919.

Nova er framúrskarandi þjónustufyrirtæki sem hefur unnið Ánægjuvogina síðastliðin ár og hefur fram að þessu einbeitt sér að farsímaþjónustu.

Við bjóðum Nova velkomið í flottan hóp fyrirtækja sem selja gæðasamband heimila.