Netbeinar sem geta meira

johann29. september 2016

Ljósleiðarinn kemst núna upp í 1000 megabita (takk Moore’s Law). Það eru þó einhverjir flöskuhálsar sem geta komið í veg fyrir að þú fáir þann hraða alla leið í þitt tæki.

Netbeinir

Fyrsta sem þarf að athuga á heimilunum er netbeinirinn. Ræður hann við þennan hraða? Til að ná svona miklum hraða um þráðlaust net þarf þinn netbeinir að styðja AC þráðlausa staðalinn og 5 gígariða tíðni. 2,4 gígariða tíðnin er algengari tíðnin í dag og er einfaldlega stöppuð af umferð. Bluetooth tæki, fjarstýringar, þráðlausir heimasímar, örbylgjuofnar og margt fleira dregur niður líkurnar á góðum hraða. 2,4 gígariðin eru einnig hugsuð sem hægari en langdrægari tíðnin.

5 gígariðin eru mun hraðari en draga ekki eins langt. Það er því betra að hafa þau tæki sem eru lengra frá netbeininum áfram á 2,4 gígariðum.

Við höfum prófað eftirfarandi netbeina

Forðist netbeina sem styðja ekki AC staðallinn. Það má oft sjá á nöfnum tækjanna, þ.e. stafirnir AC eiga að vera einhvers staðar í því. Fyrri staðall heitir N og er langtum hægari og í sjálfu sér úreltur að vissu leiti og þá sérstaklega ef að heimili er að nýta sér 1000 Mb/s hraða.

Asus AC5300

asus-rt-ac5300.png

Ef þú vilt fá það allra besta, þá er þetta “4K samhæfður” netbeinir frá Asus sem lítur út eins og einhvers konar skordýr. Hann þolir að streyma 4K myndbönd án þess að hökta. Varúð, verð er ekki allra. Þetta skrímsli fæst hjá Tölvulistanum. Allt að 940 megabita á sekúndu i gegnum snúru og allt að tæpum 911 megabitum þráðlaust.

Asus AC68u

rt-ac68u.png

Þessi búnaður kemur nokkuð vel út úr prófunum varðandi netbúnað og á að styðja hraða upp að 934 megabita á sekúndu í gegnum snúru og allt  að tæpum 500 megabitum þráðlaust.

Netgear Nighthawk R7000

r7000.png

Netgear Nighthawk AC1900 R7000 er mjög hraður netbeinir á þokkalegu verði. Hann styður 940 megabita á sekúndu í gegnum snúru og allt að 400 þráðlaust.

Apple Airport Extreme

Betri beinir
Þetta er fallegur og stílhreinn hvítur netbeinir sem næstum hverfur inn í hvíta veggi. Hann styður 690 megabita á sekúndu í gegnum snúru og allt að 600 þráðlaust.

Linksys EA6900

linksys_ea6900_dual_band_ac1900_smart_wifi_router_43392_zoom.png
Linksys AC1900 smart WiFi (EA6900) hjá Elko og Vodafone. Þessi Linksys netbeinir styður allt að að 934 megabita á sekúndu í gegnum snúru og allt að tæpum 500 megabitum þráðlaust. Nokkuð gott og verðið ekki slæmt.

Hérna er mjög góð síða sem gæðaprófar mismunandi netbeina og vert er að fylgjast með varðandi hvaða búnaður er að koma vel út.