Net eða sími – ekki bæði!

11. ágúst 2025

Manstu þegar þú þurftir að velja á milli þess að vera á netinu eða tala í símann? 

Á tíunda áratugnum og fram á fyrstu ár þess tuttugasta og fyrsta var algengt að heimili þyrftu að velja hvort nota ætti símalínuna fyrir símtöl eða internetið. Þegar einhver fór á netið lokaðist sjálfkrafa fyrir símtöl inn og út af heimilinu, sem olli oft miklum pirringi og umræðum á heimilum landsins. 

Dýrt samband við umheiminn 

Ekki nóg með það, heldur voru netnotendur rukkaðir um svokölluð skrefagjöld. Það þýddi að heimili borguðu meira eftir því sem internetið var notað lengur í senn. Reikningarnir komu á þriggja mánaða fresti, og á sumum heimilum urðu upphæðirnar ansi háar — sérstaklega ef einhver á heimilinu eyddi löngum stundum á netinu! 

Það eru líklega fáir sem sakna þessara tíma. 

Hér getur þú lesið framhaldið af sögu Ljósleiðarans. 

Þessi færsla er fimmti hluti af seríunni Sögur Ljósleiðarans sem við munum segja á næstunni á miðlunum okkar. Fylgstu með skemmtilegum fróðleiksmolum um internetið og ljósleiðara.

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.