Nemendur frá Tækniskólanum heimsóttu Ljósleiðarann

30. september 2024

Í síðustu viku tókum við á móti góðum hópi nemenda úr Tækniskólanum. Liður í þeirra námi er að rækta tengslin við atvinnulífið og fara í vettvangsferðir til fyrirtækja sem gætu orðið þeirra framtíðar vinnustaður.

Til okkar mætti stór hópur nemenda í rafiðngreinum sem og tölvugreinum. Nemendurnir hittu starfsfólk Ljósleiðarans sem sýndu þeim hvernig ljósleiðari er splæstur.

Að stuttri kynningu lokinni, fengu nemendurnir sjálf að spreyta sig í verkinu og æfðu sig í að splæsa ljósleiðara.

Einnig fengu nemendurnir að grúska í korti yfir Ljósleiðaratengingar á landinu. Þannig gátu þau t.d. flett upp ákveðnu heimilisfangi og séð hvort Ljósleiðarinn væri tengdur til þeirra eða ekki.

Það var virkilega ánægjulegt að fá þessa góðu gesti til okkar. Þau voru mjög áhugasöm um starfsemi Ljósleiðarans og það var gaman að spjalla við þau um þeirra starfsóskir að námi loknu.

Ljósleiðarinn leggur mikla áherslu á að vera í góðu og nánu sambandi við mögulegt framtíðar starfsfólk okkar, þar á meðal háskólanema, og við viljum gjarnan hitta hópa sem þessa og kynna okkar starfsemi fyrir þeim. Ekki síður viljum við heyra hvað skiptir nemendurna máli þegar þau velja sér framtíðar vinnustað.

Við vonumst til að hitta sem flest þeirra aftur að námi loknu!

 

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.