Ljósleiðarinn tengir sögulega endurkomu Skjálfta

16. september 2025

Stærsti LAN-viðburður ársins – Skjálfti – verður haldinn í Digranesi helgina 26.-28.september eftir langan dvala. Ljósleiðarinn verður að sjálfsögðu á svæðinu enda styrktaraðili Rafíþróttasambands Íslands og aðalstyrktaraðili Ljósleiðaradeildarinnar þar sem keppt er í CS2.
Enginn hópur er jafn kröfuharður á nettengingu og gamerar. Þess vegna tengir Ljósleiðarann Skjálfta með ljósleiðara í hæsta gæðaflokki. Ljósleiðarinn ætlar að gera keppendum kleift að njóta ferðarinnar og keppa í sínum tölvuleikjum áhyggjulaus með eftirfarandi hætti:

Ljósleiðarinn útvegar keppendum Skjálfta ljósleiðaratengt internet samband að hverri keppnisstöð. Hver keppnisstöð verður því tengd með sama hætti og hefðbundið heimili, sem tryggir fyrsta flokks internet samband fyrir öll.

Til að tengja keppendur með gæðatengingum verður sett færanleg tengistöð fyrir utan Digranes sem keppendur og gestir geta fengið að skoða.

Counterstrike vélar í Arena verða beintengdar Digranesi í gegnum ólýstan ljósleiðara, Dark fiber, eftir tveimur aðskildum og öruggum leiðum.

Ljósleiðarabás verður á svæðinu þar sem keppendur og gestir geta tekið þátt í leikjum, kynnt sér öflugu tengingarnar okkar og nælt sér í gott snarl.

Við erum stolt af því að styðja við þessa endurkomu eftir langa bið og með gæðatengingu Ljósleiðarans verður hægt að skapa alvöru LAN upplifun fyrir íslenska gamera. Með því að styðja við Skjálfta erum við ekki bara að tengja vélar og keppnisstöðvar – heldur að styðja við uppbyggingu rafíþrótta á Íslandi og tryggjum að íslenskir gamerar fái bestu mögulegu aðstöðu.

Ekki missa af þessu, skráning fer fram hér.

Sjáumst í Digranesi, 26.-28.september!

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.