Ljósleiðarinn, sterkur grunnur í nýsköpun

17. september 2025

Ný hugsun í fjarskiptum 

Í apríl 2007 varð mikilvægur vendipunktur í sögu Ljósleiðarans. Þá samþykkti nýstofnað fyrirtæki, Nova, tilboð Ljósleiðarans um að byggja upp burðarnet fyrir farsímasenda fyrirtækisins. Nova var nýtt fyrirtæki á íslenskum fjarskiptamarkaði og hafði þann skýra tilgang að verða óháð samkeppnisaðilum sínum frá upphafi. 

Nova fór í loftið síðar sama ár og kynnti um leið nýtt viðskiptamódel sem höfðaði sérstaklega til yngri kynslóðarinnar. Nova nýtti grunnnet Ljósleiðarans fyrir sína þriðju kynslóð farsímatækni (3G), og bauð viðskiptavinum sínum aðgang að föstum hraða án þess að rukka sérstaklega fyrir gagnamagnið sjálft – nálgun sem var byltingarkennd á sínum tíma. 

Endir gagnamagnsstríðsins 

Á þessum árum var mikil umræða um verðlagningu gagnamagns á Íslandi, þar sem ríkjandi hugmyndafræði var sú að rukka bæði fyrir vegalengd og gagnamagn. Þetta hafði mikil áhrif á fjölmiðla sem þurftu að dreifa útvarps- og sjónvarpsefni um landið, sérstaklega sjónvarpsefni sem krefst mikils gagnaflutnings. 

Þessi gamla nálgun líkist því sem við þekkjum í dag þegar við erum stödd utan Evrópu með farsíma okkar – við borgum sérstaklega fyrir gagnamagnið sem við notum. Nova og Ljósleiðarinn ákváðu hins vegar að fara nýjar leiðir og skapa þannig meiri sveigjanleika og gagnsæi á íslenska fjarskiptamarkaðnum. 

Framtíðarsýn sem rættist 

Árið 2004 hafði Innviðaráðuneytið þegar bent á mikilvægi 3G-tækninnar og spáð því að hún myndi leysa eldri farsímatækni af hólmi, enda opnaði hún möguleika á mun meiri gagnahraða og nýjum samskiptaleiðum. Með samstarfi sínu voru Nova og Ljósleiðarinn brautryðjendur í að gera þessa spá að veruleika. Þannig gerir Ljósleiðarinn allt mögulegt mögulegt. 

Þessi færsla er níundi hluti af seríunni Sögur Ljósleiðarans sem við munum segja á næstunni á miðlunum okkar. Fylgstu með skemmtilegum fróðleiksmolum um internetið og ljósleiðara.

Hér getur þú lesið framhaldið af sögunni.

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.