Ljósleiðarinn leggur aukna áherslu á þjónustuupplifun viðskiptavina
8. október 2024
8. október 2024
Ljósleiðarinn hefur kynnt breytingar á skipulagi fyrirtækisins sem miða að því að styrkja þjónustu við viðskiptavini og bæta upplifun þeirra. Breytingarnar fela í sér aukna áherslu á skilvirka þjónustuframleiðslu og vöruþróun sem endurspeglar áherslur Ljósleiðarans á hágæða þjónustu og áreiðanleika.
Eitt af lykilatriðum breytinganna er að svið, sem áður hét Tækniþjónusta, heitir nú Sala og þjónusta, en Valeria R. Alexandersdóttir tók nýlega við sem forstöðukona þess. Undir hennar stjórn verða þrjár einingar innan Sölu- og þjónustu, sem munu hver um sig leggja sitt af mörkum til þess að viðhalda og bæta þjónustu Ljósleiðarans.
Þessar einingar eru:
Viðskipta- og vöruþróun: sér um þróun nýrra lausna og bættra viðskiptatengsla.
Afhending vöru og þjónustu: tryggir örugga og skilvirka dreifingu vara og þjónustu.
Tækniþjónusta (áður Tækniver): býður upp á tæknilega ráðgjöf og þjónustar viðskiptavini.
Nýtt skipulag sviðsins endurspeglar skýra stefnu fyrirtækisins um að setja viðskiptavininn í fyrsta sæti.
Valeria segir um breytingarnar: „Ljósleiðarinn er fyrst og fremst þjónustufyrirtæki og við setjum ávallt viðskiptavininn í fyrsta sæti. Markmið okkar er að veita viðskiptavinum hnökralausa þjónustu og tryggja gæðasamband með háhraðatengingum. Þessar breytingar á sviðsheiti og innra skipulagi eru liður í að endurspegla sýn okkar um stöðuga þjónustubót í öllu sem við gerum, ekki síður í okkar innra skipulagi.“
Ljósleiðarinn lítur á þessar breytingar sem mikilvægt skref í áframhaldandi vegferð sinni að bæta þjónustuupplifun viðskiptavina enn frekar og mæta þeirra þörfum á sem hagkvæmastan hátt.
Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.