Ljósleiðarinn lagður í nýtt hverfi Kópavogs
19. september 2024
19. september 2024
Fyrsta skóflustunga hefur nú verið tekin að Vatnsendahvarfi, nýju hverfi á Vatnsendahæð í Kópavogi. Í hverfinu verður lagður ljósleiðari frá okkur í blandaðri íbúabyggð og er nú hafin framkvæmd sem felur í sér lagnir og jarðvinnu undir gatnagerð í hverfinu. Þegar þeirri framkvæmd lýkur, verður hafist handa við uppbyggingu húsa og mannvirkja.
„Ljósleiðarinn er virkilega stoltur af aðkomu sinni að þessari uppbyggingu. Lagður verður ljósleiðari frá okkur í byggðina til að allir íbúar hverfisins geti fengið aðgang að stöðugu háhraðaneti Ljósleiðarans þegar þau flytja inn“, segir Lea Steinþórsdóttir, verkefnastjóri verkefnisins hjá Ljósleiðaranum, sem viðstödd var fyrstu skóflustunguna, ásamt Atla Má Þorgrímssyni hönnuði hjá Ljósleiðaranum.
Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.