Það var mögnuð stemning á Orku- og Vísindadaginn þegar Orkuveitan og öll dótturfyrirtækin, Ljósleiðarinn, Veitur, Orka náttúrunnar og Carbfix tóku á móti um 650 nemendum í Elliðaárstöð til að kynna fyrir þeim starfsemi okkar.
Ljósleiðarinn var með varatengistöð á staðnum sem vakti mikla athygli og mörg voru forvitin um hvernig þetta allt virkar bak við tjöldin. Ljósleiðara-lukkuhjólið sló í gegn og færði gestum alls konar glaðning og mörg fóru heim vel merkt Ljósleiðaranum með derhúfur, boli og tattoo. Að lokum var löng röð í CS2-áskorunina þar sem nemendur skoruðu á starfsfólk okkar í tölvuleiknum.
Rjómablíða og skemmtileg samtöl og frábært tækifæri fyrir okkur að hitta allt þetta mögulega framtíðar starfsfólk.
Takk fyrir frábæran dag og takk allir nemendur fyrir komuna.
Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.