Ljósleiðarinn eflir íslenskt samfélag

18. ágúst 2025

Árið 1996 samþykkti Alþingi ný fjarskiptalög sem leiddu til þess að einkaréttur ríkisins á fjarskiptamarkaði var afnuminn ári síðar. Fram að þessu hafði Póstur og sími haft einkarétt á öllum símaviðskiptum og tengdum þjónustum á Íslandi. 

Nýir tímar – GSM og samkeppni 

Í kjölfarið urðu miklar breytingar. Ný fyrirtæki eins og Tal og Íslandssími hófu starfsemi sína, GSM-tæknin kom fram á sjónarsviðið og mikil gróska varð á fjarskiptamarkaðnum. Skyndilega voru gömlu risastóru bílasímarnir orðnir úreltir. 

Framsýn Rafmagnsveita 

Þetta var fyrir daga Orkuveitunnar, þegar Rafmagnsveita Reykjavíkur var enn sjálfstætt fyrirtæki. Rafmagnsveitan hóf að skoða möguleikana á því að leggja ljósleiðara hér á landi eftir að hafa fylgst með því hvernig orkufyrirtæki í Evrópu nýttu ljósleiðaratæknina. Árið 1998 gaf Rafmagnsveitan út mikilvæga skýrslu sem nefndist „Framsókn Rafmagnsveitu Reykjavíkur á fjarskiptasviðinu“. Þar voru settar fram skýrar hugmyndir um uppbyggingu ljósleiðarakerfis. 

Samkeppnin harðnar 

Um svipað leiti voru Tal og Íslandssími stofnuð og samkeppnin á fjarskiptamarkaði varð enn meiri. Á þessum tíma byggði Landssíminn enn á gamla koparnetinu sínu fyrir símtöl og gagnasendingar. Hugmynd Rafmagnsveitunnar var hins vegar að nýta sína eigin innviði til að leggja ljósleiðara á milli dreifistöðva sinna. Þannig vildi Rafmagnsveitan búa til nýtt grunnnet sem gæti flutt gögn hraðar og á öruggari hátt en áður hafði þekkst — grunninn að því neti sem við þekkjum í dag sem Ljósleiðarann. 

Hér getur þú lesið framhaldið af sögunni.

Þessi færsla er sjötti hluti af seríunni Sögur Ljósleiðarans sem við munum segja á næstunni á miðlunum okkar. Fylgstu með skemmtilegum fróðleiksmolum um internetið og ljósleiðara.

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.