Ljósleiðarinn á MWC í Barcelona – Tækni, nýsköpun og spennandi framtíð
11. mars 2025
11. mars 2025
Í síðastliðinni viku fór fram Mobile World Congress (MWC) í Barcelona, stærsta tæknisýning heims fyrir fjarskipta- og tæknigeirann. Fulltrúar frá Ljósleiðaranum voru á staðnum og kynntu sér nýjustu tæknilausnirnar, meðal annars hvernig gervigreind, sjálfvirknivæðing og snjalltækni eru að móta framtíð fjarskipta. Dagarnir voru vel nýttir og virkilega viðburðaríkir, fullir af nýsköpunarhugmyndum, fundum með alþjóðlegum samstarfsaðilum og fróðleik um þróunina í greininni.
Framtíð fjarskiptaiðnaðarins var rædd á öllum vígstöðum ráðstefnunnar og þau samtöl veittu okkur innsýn í þróunina á heimsvísu sem og stöðu fjarskiptafélaga á Íslandi, þar sem farið var yfir hvernig hugbúnaðarlausnir eru að breyta starfsemi fjarskiptafyrirtækja.
Á ráðstefnunni var einnig mikil áhersla lögð á notkun gervigreindar í fjarskiptum, og margar slíkar lausnir kynntar fyrir gestum. Við erum sérstaklega spennt að vinna með þær lausnir sem bæta upplifun viðskiptavina okkar enn frekar og þau viðskiptavinamiðuðu kerfi sem bjóða upp á sérsniðnar úrbætur.
Ráðstefnan gaf fulltrúum okkar mikla þekkingu, spennandi hugmyndir og ný tengsl sem munu nýtast í framtíðinni. Það er ljóst að tækniþróunin heldur áfram að gerast hratt, og með þeirri innsýn og tengslum sem við höfum aflað okkur á ráðstefnunni getum við enn betur undirbúið okkur fyrir framtíðina. Við hlökkum til að nýta þessa þekkingu til að þróa enn öflugri og notendavænni lausnir fyrir viðskiptavini okkar – og breyta leiknum í íslenskum fjarskiptum.
Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.