Ljósleiðarinn á FTTH ráðstefnunni í Amsterdam

31. mars 2025

Í vikunni fór fram FTTH ráðstefnan í Amsterdam, þar sem áherslan var á framtíðarsýn í ljósleiðaratækni og þróun fjarskiptamarkaðarins var rædd með ýmsum hætti. Tveir fulltrúar Ljósleiðarans, Helgi Már Isaksen, Forstöðumaður Innviða, og Jón Ingi Ingimundarson, Tæknistjóri Ljósleiðarans, sóttu ráðstefnuna. Jón Ingi var jafnframt með erindi og tók þátt í pallborðsumræðum á vegum Genexis.

Á fyrstu dögunum voru vinnustofur og fyrirlestrar sem snéru að nýtingu eldri lagna, nýjustu lausnum í jarðvinnu og notkun gervigreindar og Lidar-tækni við lagningu og eftirlit. Sérstaklega vakti athygli hvernig hægt er að styðjast við þrýstilagnir til að vernda eldri streng og nýta dýrmætt pláss í núverandi innviðum.

Jón Ingi tók svo þátt í pallborðinu “Beyond 1Gbit: Lessons learned from frontrunners”, þar sem hann fór yfir þróun og stefnu Ljósleiðarans og vakti mikla sem lukku og fjöldi tengsla sem mynduðust í kjölfar pallborðsins.

Ráðstefnan var vel nýtt í tengslamyndun og fróðleg samtöl, meðal annars við lykilráðgjafa og áhrifafólk í stefnumótun innan Evrópusambandsins og BEREC. Umræðurnar snerust meðal annars um hlutverk opins aðgangs í fjarskiptum og mikilvægi samkeppni til að forðast ríkiseinokun líkt og áður tíðkaðist í fjarskiptum.

Að lokum fóru fram ýmsir fundir með birgjum og sérfræðingum í breiðbandsmálum, þar sem áhersla var lögð á að efla þjónustu og virði fyrir viðskiptavini, með nýjum lausnum og áherslum á gæði umfram einfalda hraðatölfræði.

Ljósleiðarinn þakkar kærlega fyrir frábæra ráðstefnu. Hér má lesa hugleiðingar Jóns Inga um ráðstefnuna, sitt erindi og pallborðsumræður.

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.