Ljósleiðarinn á Framadögum HR

10. febrúar 2025

Þann 13. febrúar mun Ljósleiðarinn, ásamt Orkuveitunni og öðrum dótturfélögum hennar taka þátt í Framadögum Háskólans í Reykjavík.

Þar mun starfsfólk okkar vera á staðnum til að kynna fjölbreytt atvinnutækifæri hjá Ljósleiðaranum og ræða við háskólanema sem hafa áhuga á að starfa í fjarskiptageiranum.

Ljósleiðarinn er í fararbroddi í þróun fjarskiptalausna á Íslandi og starfar við uppbyggingu, rekstur og þjónustu á háhraðanettengingum um allt land. Á Framadögum gefst háskólanemum tækifæri til að kynna sér störf á sviðum eins og net- og tæknirekstri, hugbúnaðarþróun, verkefnastjórnun, viðskiptaþróun og þjónustulausnum. Við leitum alltaf að metnaðarfullu fólki sem vill taka þátt í að móta stafræna framtíð Íslands með okkur.

Hvort sem þú hefur áhuga á tækninýjungum, fjarskiptalausnum, netöryggi eða rekstri fjarskiptainnviða, þá hvetjum við þig til að koma við á básnum okkar og ræða við starfsfólk Ljósleiðarans.

Við hlökkum til að hitta ykkur á Framadögum!

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.