Ljósleiðarakvöld með Vodafone
29. nóvember 2024
29. nóvember 2024
Fyrr í mánuðinum hittist starfsfólk Ljósleiðarans og framlínustarfsfólk Vodafone á Ljósleiðarakvöldi í Félagsheimili Orkuveitunnar í Elliðaárdalnum.
Ljósleiðarinn leggur mikla áherslu á aukna þjónustu til viðskiptavina og eru Ljósleiðarakvöldin einn liður í þeirri vegferð. Áherslur eru á að bæta þjónustuupplifun viðskiptavina okkar enn frekar og mæta þeirra þörfum á sem hagkvæmastan hátt. Á Ljósleiðarakvöldinu gafst starfsfólki Ljósleiðarans og Vodafone tækifæri á að eiga gott spjall yfir léttum veitingum og leikjum, eftir stutta kynningu frá Einari Þórarinssyni, framkvæmdastjóra Ljósleiðarans, um starfsemi fyrirtækisins og samstarf þess og Vodafone í gegnum tíðina.
Við þökkum starfsfólki Vodafone kærlega fyrir ánægjulega stund og hlökkum til áframhaldandi samstarfs.
Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.