Ljósleiðarakvöld með Símanum

28. október 2024

Ljósleiðarinn bauð framlínustarfsfólki Símans í svokallað Ljósleiðarakvöld í Félagsheimili Orkuveitunnar í síðastliðinni viku. Einar Þórarinsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans, kynnti starfsemi Ljósleiðarans stuttlega fyrir gestunum og á eftir var framlínustarfsfólki Símans boðið að gæða sér á mat og drykkjum, taka þátt í leikjum og léttu spjalli.

Það var afar ánægjulegt að hitta þennan hóp viðskiptavina okkar, en þetta er mikilvægur liður í þeirri stefnu Ljósleiðarans að leggja aukna áherslu á þjónustuupplifun viðskiptavina, setja viðskiptavininn í fyrsta sæti og mæta þeirra þörfum.

 

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.