Hverju hefur Ljósleiðarinn breytt fyrir meðal notanda?

23. september 2025

Ísland í fremstu röð í heiminum 

Ljósleiðaravæðing Íslands hefur breytt miklu fyrir okkur öll. Íslendingar njóta í dag mun meiri lífsgæða þökk sé greiðu aðgengi að háhraðaneti. Ísland hefur verið í fararbroddi í Evrópu og raðað sér reglulega í fjórða til fimmta sæti á heimsvísu þegar kemur að aðgengi að háhraðatengingum. 

Meira en bara aðgangur – raunveruleg nýting skiptir máli 

En það sem skiptir kannski enn meira máli er að Íslendingar nýta sér ljósleiðarann í meira mæli en aðrar þjóðir. Munurinn á því að hafa aðgang og nýta sér hann er sá að hér nýta flest heimili ljósleiðara virkilega í sínu daglega lífi—hvort sem það er fyrir vinnu, nám eða afþreyingu. 

Samkeppnin á þessum markaði hefur einnig verið mikilvæg fyrir almenning því hún hefur tryggt sanngjarnt verð. Þannig er kostnaðurinn fyrir meðalheimilið lægri en ella hefði orðið og Íslendingar fá meiri gæði fyrir peninginn sinn. 

Ljósleiðarinn – sem er í eigu samfélagsins – er orðinn mikilvæg grunnstoð sem eflir íslenskt samfélag.

Þessi færsla er níundi hluti af seríunni Sögur Ljósleiðarans sem við munum segja á næstunni á miðlunum okkar. Fylgstu með skemmtilegum fróðleiksmolum um internetið og ljósleiðara.

Hér getur þú lesið framhaldið af sögunni.

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.