Hvað er framundan í ljósleiðaratækninni? 

6. október 2025

Er það hraðinn sem skiptir máli? 

Í dag njóta flest heimili á Íslandi aðgangs að hraðvirku neti með ljósleiðaratækni. Þessi háhraðatenging tryggir að hraði eða bandvídd eru ekki lengur takmarkandi þættir fyrir gæði netsins. Þrátt fyrir það upplifa mörg heimili enn áskoranir þegar kemur að gæðum netsambands innan heimilisins. 

Þráðlaus vandamál innan heimilisins 

Ástæðan er einföld: Við erum hætt að tengja tækin okkar beint með koparsnúru og kjósum heldur þráðlaust net. Á heimilinu eru oft margar tölvur, símar og sjónvörp tengd þráðlaust í gegnum einn og sama router. Þar liggur vandamálið oft, ekki í ljósleiðaranum sjálfum heldur í netbeininum (e. router) og staðsetningu hans innan heimilisins. Þykkir veggir úr steinsteypu eða jafnvel gler veldur því að á mörgum heimilum myndast svokölluð skuggasvæði þar sem þráðlausa netið nær illa til, eða alls ekki. 

Þó þráðlaus tækni hafi tekið miklum framförum undanfarna áratugi, þarf enn að huga vel að því hvar þráðlausi búnaðurinn er staðsettur. Þekking á réttri staðsetningu og tengingum er lykilatriði til að ná sem bestum árangri og upplifun af netinu. 

Ljósleiðarinn tilbúinn fyrir framtíðina 

Ljósleiðarinn er tilbúinn að mæta aukinni eftirspurn eftir enn meiri hraða ef þörf fyrir slíkt skapast. Þrátt fyrir að fá heimili, eða vel innan við eitt prósent, hafi hingað til sýnt þörf fyrir meira en 1 gíg tengingarhraða í dag, býður Ljósleiðarinn nú þegar upp á allt að 10 gíg tengingu fyrir þau heimili sem þurfa það. 

Við horfum til framtíðar og tryggjum að heimilin fái áfram fyrsta flokks nettengingar – óháð því hvernig notkun okkar þróast. 

Þessi færsla er 10.hluti af seríunni Sögur Ljósleiðarans sem við munum segja á næstunni á miðlunum okkar. Fylgstu með skemmtilegum fróðleiksmolum um internetið og ljósleiðara.

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.