Hraði eða gæði – hvort skiptir (meira) máli?
1. september 2025
1. september 2025
Hingað til hefur öll áhersla í netþjónustu snúist um eitt: meiri og meiri hraða. En staðreyndin er sú að við vitum fæst hversu mikinn nethraða heimilin okkar þurfa og yfirleitt notum við aðeins lítið brot af þeim hraða sem við greiðum fyrir.
Meiri hraði lagar ekki alltaf sambandið
Sumir neytendur reikna með að meiri hraði – til dæmis 10 gíg – leysi öll nettengd vandamál heimilisins. Hins vegar er það svo að hraðvirk nettenging tryggir ekki sjálfkrafa góða upplifun heimilisins af nethraðanum því hraðinn segir ekki alla söguna um gæði nettengingarinnar heima hjá þér. Upplifunin veltur jafn mikið á þáttum eins og aldri og getu routersins, staðsetningu hans inni á heimilinu, fjölda tækja sem eru tengd við netið og stærð og byggingarefni hússins.
Lélegt netsamband á heimilum getur þannig orðið til vegna þess að búnaður, líkt og netkortið í tölvunni þinni, er ekki nógu öflugur til að þjóna öllum tækjum heimilisins eða að þráðlaus búnaður sé rangt staðsettur. Svo þarf netþjónustan sem þú ert að nota að vera vel tengd við internetið og geta afgreitt hraðann – einnig undir álagi. Netbúnaður heimilisins þíns er ekki endilega gerður fyrir t.d. 10 gíga nethraða sem þú hefur pantað fyrir heimilið.
Það skiptir miklu máli fyrir góða nettengingu inni á heimilum að vera með rétt uppsettan og vel staðsettan þráðlausan búnað — ekki bara með meiri nethraða. Þess vegna er mikilvægt að heimili skoði fyrst Wi-Fi uppsetninguna sína áður en þau ákveða að skipta yfir í enn hraðari nettengingu.
Hér getur þú lesið framhaldið af sögu Ljósleiðarans.
Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.