Hildur Arna nýr Vörustjóri Ljósleiðarans

2. júní 2025

Hildur Arna Hjartardóttir hefur hafið störf sem vörustjóri Ljósleiðarans. Hún kemur til okkar frá auglýsingastofunni Hér&Nú þar sem hún starfaði sem framkvæmdastjóri stofunnar.

Áður en hún gekk til liðs við Hér&Nú starfaði hún sem vörustjóri hjá Motus en þar á undan var hún hluti af stofnendateymi indó sparisjóðs, og starfaði þar sem markaðs- og vörustjóri.

Hildur er með meistaragráðu í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands og BA-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Einar Þórarinsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans, segir: „Viðskiptavinurinn er alltaf í fyrsta sæti hjá Ljósleiðaranum og við horfum því ávalt til aukinnar þjónustu til okkar viðskiptavina og hvernig við getum boðið upp á vörur og þjónustu sem viðskiptavinurinn óskar eftir. Það er því virkilega ánægjulegt að hafa fengið hana Hildi Örnu til liðs við okkur hjá Ljósleiðaranum þar sem hún hefur mikla reynslu af markaðs- og vörustjórnunarvinnu. Með komu Hildar Örnu fáum við til okkar kraftmikinn liðsstjóra sem mun leiða vörustefnu okkar af mikilli festu.“

Velkomin til Ljósleiðarans, Hildur!

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.