Gæðasamband Ljósleiðarans fór fram úr væntingum tölvuleikjaspilara

3. október 2025

Í september fór LAN-mótið Skjálfti fram, eftir um 20 ára dvala. Rafíþróttasamband Íslands stóð að mótinu og Ljósleiðarinn var einn helstu styrktaraðilanna.

Ljósleiðarinn er mjög stoltur af því að hafa styrkt RÍSÍ til að endurvekja Skjálfta. Þar sannaðist að gæðasamband okkar stóðst svo sannarlega þær miklu kröfur og væntingar sem tölvuleikjaspilarar gera til internettengingar. Margir keppendur höfðu sérstaklega orð á því að þau hefðu ekki fyrr upplifað jafn stöðugt internetsamband og að það hefði aldrei verið hökt í leikjunum þeirra.
Við útveguðum keppendum Skjálfta ljósleiðaratengt internet samband að hverri keppnisstöð! Hver einasta keppnisstöð var því tengd með sama hætti og hefðbundið heimili. Til að tengja keppendur með gæðatengingum var sett færanleg tengistöð fyrir utan Digranes og að lokum voru Counterstrike vélar í Arena beintengdar Digranesi í gegnum ólýstan ljósleiðara, Dark fiber, eftir tveimur aðskildum og öruggum leiðum.
Það er skemmst frá því að segja að keppendur voru gríðarlega ánægð með ljósleiðaratenginguna sína; ekkert hökt, ekkert vesen og þau gátu verið áhyggjulaus að keppa í sínum tölvuleikjum.

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.